gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Parken og Íslendingar...

Horfði í gær á eitthvað lið tapa á Parken fyrir dönsku landsliði 3-0. Hefði frekar óskað mér 14-2 tapi eins og forðum. Já, það eru 40 ár síðan þeir Helgi Númason og Hemmi Gunn skoruðu þessi 2 íslensku mörk. Ef við horfum á árangur íslendinga í íslenskum mörkum skoruðum, þá er 14-2 ósigurinn besti leikur íslendinga á Parken fyrr og síðar. Hemmi Gunn er sem sagt sá sem skoraði síðast á Parken fyrir Íslands hönd og var það árið 1967 . Nú er árið 2007 og er enn beðið eftir íslensku marki.

Ein staðreynd finnst mér ansi skemmtileg. Bestan árangur íslendinga á Parken fyrr og síðar á bara einn maður. Það er enginn annar en Einar Bárðarson en gerði sér lítið fyrir og tók öll ÞRJÚ stigin úr sinni viðureign!!! ;o)

4 Ummæli:

  • Þann 4:27 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    Já fjandinn hafi það, það skiptir engu máli hvort menn tapa 1-0 eða 9-0, alla vega gera þá heiðarlega tilraun til að pota inn einhverjum mörkum. Ég er samt ekki að ná brandaranum með Einar Bárða, hvur fjandinn er það sem hann gerði á Parken ? Nælon tónleikar ?

     
  • Þann 7:48 e.h. , Blogger Guðjón sagði...

    Nei, Birtaaaa..., bídd' eftir mér, eða öllu heldur Angeeel, show me the way, dont shoot me with your arrows, osfrv.

    Klingir þetta einhverjum bjöllum? ;o)

     
  • Þann 8:13 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    Já, Sigrún útskýrði þetta fyrir mér :P

     
  • Þann 7:42 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    En það voru bara svo miklu fleiri en þrjú stig í pottinum þegar Einar keppti...

    Mun ekki gleyma á meðan ég lifi Áramótaskaupinu þar sem Angel var tekið fyrir, þegar liðið lá steindautt á einhverjum vagni en algerlega með kúlið á hreinu, hrein dásemd:Ð

    Bidda

     

Skrifa ummæli

<< Heim