Afmælisdagurinn...
Já, afmælisdagurinn hefur verið hinn ágætasti, afslappaður og góður. Hóf hann reyndar á lærdómi og að fara með Emilíu á vöggustofuna. En eftir hádegið buðu Kristín og Emilía mér á Vesovius of Copenhagen sem er ítalskur veitingastaður í hjarta miðborgar Kaupmannahafnar. Þar fengum við okkur síðbúinn hádegisverð og fórum síðan á kaffihús Illums og drukkum þar kakó. Prófaði í fyrsta sinn kakó sem búið er til úr hvítu súkkulaði og þótti mér það mjög gott en svolítið sætt fyrir minn smekk.
Eftir kaffíhúsaferðina fórum við í verslun sem allir íslendingar sem koma til Kaupmannahafnar þekkja (H&M) , hvar ég valdi mé skyrtu í afmælisgjöf frá Kristínu og Emilíu. Fékk ég eina forláta flík.
Síðan höfum við sko slappað af hér heima á Solbakkanum þar sem það hefur verið svolítið kalt og okkur langaði ekki að vera meira að þvælast úti. Ætla ekki að hugsa um lærdóm fyrr en á morgun.
En það gerist ekki þörf fyrir nýja vísbendingu því í öllum þessum aragrúa af giski kom fram rétt svar. Þar var að verki Jón Sigurður og stimplar hann sig sterkur inn með þremur stigum. Svarið er: Ljósmynd.
Hér er sú ljósmynd sem meint er sú fyrsta sem tekin var. Samkvæmt heimildum tók það Joseph Niépce um tvo klukkutíma að taka hana. Ef ég man rétt, án myndavélar.
Staðan eftir 3 umferðir:
1.-2. Jón Sigurður 3 stig
1.-2. Hákon 3 stig
3. Þórir Hrafn 2 stig
Já, afmælisdagurinn hefur verið hinn ágætasti, afslappaður og góður. Hóf hann reyndar á lærdómi og að fara með Emilíu á vöggustofuna. En eftir hádegið buðu Kristín og Emilía mér á Vesovius of Copenhagen sem er ítalskur veitingastaður í hjarta miðborgar Kaupmannahafnar. Þar fengum við okkur síðbúinn hádegisverð og fórum síðan á kaffihús Illums og drukkum þar kakó. Prófaði í fyrsta sinn kakó sem búið er til úr hvítu súkkulaði og þótti mér það mjög gott en svolítið sætt fyrir minn smekk.
Eftir kaffíhúsaferðina fórum við í verslun sem allir íslendingar sem koma til Kaupmannahafnar þekkja (H&M) , hvar ég valdi mé skyrtu í afmælisgjöf frá Kristínu og Emilíu. Fékk ég eina forláta flík.
Síðan höfum við sko slappað af hér heima á Solbakkanum þar sem það hefur verið svolítið kalt og okkur langaði ekki að vera meira að þvælast úti. Ætla ekki að hugsa um lærdóm fyrr en á morgun.
En það gerist ekki þörf fyrir nýja vísbendingu því í öllum þessum aragrúa af giski kom fram rétt svar. Þar var að verki Jón Sigurður og stimplar hann sig sterkur inn með þremur stigum. Svarið er: Ljósmynd.
Hér er sú ljósmynd sem meint er sú fyrsta sem tekin var. Samkvæmt heimildum tók það Joseph Niépce um tvo klukkutíma að taka hana. Ef ég man rétt, án myndavélar.
Staðan eftir 3 umferðir:
1.-2. Jón Sigurður 3 stig
1.-2. Hákon 3 stig
3. Þórir Hrafn 2 stig
4 Ummæli:
Þann 11:05 e.h. , Nafnlaus sagði...
Þetta er suddalega skemmtilegur leikur. Elsk´ann. :)
Og til hamingju með afmælið, unginn minn, og gaman að heyra hvað þið áttuð góðan dag. Knús á línuna!
Þann 2:51 e.h. , Jón Sigurður sagði...
Það er kalt á toppnum.
Þann 10:40 f.h. , Jón Sigurður sagði...
Til hamingju með afmælið!
Þann 8:24 f.h. , Guðjón sagði...
Takk kærlega fyrir Pálína og Jón Sigurður.
Skrifa ummæli
<< Heim