gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Það er komið svar við spurningu 17. leiks.

Í þetta sinn er það nýr maður á lista, Óli Gneisti, sem ég man ekki alveg í svipinn eftir og biðst ég afsökunar á því ef við höfum hist einhvern tíma. Hann fær þó að sjálfsögðu þrjú stig og kemst í baráttuna.

Hann svaraði Zimbabwe sem er Afríkuríki Mugabes og hefur verðbólgu upp á 1193,5% miðað við síðustu 12 mánuði í maí. Ekkert lítið. Þannig að texta Sólstrandagæjanna um lífið sem er svo ömurlegt og hvort það sé skárra í Zimbabve er auðveldlega svarað, a.m.k. á þennan mælikvarða. Við höfum 8,4% verðbólgu á Íslandi í júlí sem við teljum ekki viðunandi til lengri tíma en ef litið er til þeirra úti í Zimbabwe, þá erum við í góðum málum á heimsmælikvarða eða hvað finnst ykkur. Við þurfum náttla að setja okkur í samhengi við löndin í kring hehe...

Stigataflan eftir 17 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
--------------------------
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-10. Rut 4 stig
7.-10. Þórir Hrafn 4 stig
7.-10. Helgi Heiðar 4 stig
7.-10. Jón Ólafur 4 stig
11. Óli Gneisti 3 stig
12. Sverrir 2 stig

Enn sem fyrr er það Baldur sem vermir toppsætið, en það getur hæglega breyst því það eru 15 stig í pottinum!!!

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Komið að þriðju vísbendingu, því enginn svarenda var með þetta rétt.

Leikur 17: Þriðja vísbending: 3 stig.

Vel þekkt íslensk hljómsveit hefur velt búsetuskilyrðum í þessu landi fyrir sér í einum texta sinna.

mánudagur, júlí 24, 2006

Er það bara ég eða er lagið: Billy Don't Be a Hero með hljómsveitinni Paper Lace falskt?

Var að hlusta á þetta lag á Bylgjunni rétt í þessu og gat ekki einbeitt mér að neinu öðru en hvað mér fannst þetta vera falskt sungið. S.s. ekki í pitchi.
Frábær djammhelgi afstaðin

Á föstudaginn var farið í póker. Gekk það bara nokkuð vel verð ég að segja. Fórum svo í bæinn og hittum Cyril hinn franska, sem var að koma úr flugvélinni. Tilviljun mikil. Á laugardaginn kom svo Kristín loksins og við fórum út að borða og svo í afmælispartý til Gísla. Mesta skemmtan það og vel veitt. Síðan fórum við í bæinn og hittum Ketil og vorum fram á rauða nótt.

Jæja, þá er það önnur vísbending í leik 17, þar sem ekkert af svörunum var rétt í þetta sinnið. Verð reyndar að viðurkenna að vísbendingin var svínsleg en svoleiðis á þetta að vera þegar 5 stig eru í pottinum, en nú skánar þetta.

Leikur 17: Önnur vísbending: 4 stig.

Landið hefur ekki landamæri að hafi.

föstudagur, júlí 21, 2006

Jæja, þá er komið að 17. leik.

Leikur 17: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um land.

Landið hefur landamæri að þó nokkrum löndum.
Skyrtur vs. skór

Það er ýmislegt sem stelpur geta ekki verið án og þá ætla ég bara að nefna föt og skó. Hver þekkir ekki Carrie Bradshaw úr Sex & The City þáttunum sem er skófrík. Hún til dæmis kaupir sér skó ef henni líður illa og þá er búið að kyssa á báttið. Ég t.a.m. á fjögur pör af skóm núna og þykir mér mikið, því venjulega á ég ekki nema tvö pör. Þetta eru s.s. hversdagsskór, vinnuskór, íþróttaskór og takkaskór. Alveg eins og hún Carrie og margar stelpur þyrstir í skó þá er ég samt enginn eftirbáti hvað varðar skyrtur. Ég á alveg haug af skyrtum en mér finnst samt alltaf eins og ég eigi ekki neitt til að vera í. Stórfurðuleg hegðun finnst mér. Ég gæti farið í skápinn með lokuð augu og valið einhverja skyrtuna af handahófi og gripið einhverja góða skyrtu en mér finnst einhvern veginn ekki vera til nóg í skápnum. Hvers á maður að gjalda eiginlega!

Jæja, nóg um það. Það er komið rétt svar við spurningu 16. Margir eru um hituna í þetta skiptið en við erum að tala um nýjan einstakling á lista. Svarandinn sem hlýtur 4 stig í þessari keppni og kemst í 7.-10. sæti er engin önnur en Rut Danmerkurbúi og ljósmyndari með meiru.
Þetta dægurlag var s.s. Lola sem The Kinks komu í annað sætið á vinsældarlista í Bretlandi árið 1970. Ef vel er hlustað á textann í laginu kemur fram að Lola sé hugsanlega karlmaður sem er klæddur eins og kona eða kona sem hegðar sér eins og maður. Niðurstaða flestra er því sú að Lola sé klæðskiptingur.

"Girls will be boys and boys will be girls
It's a mixed up, muddled up, shook up world except for Lola..."

Stigataflan eftir 16 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
--------------------------
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-10. Rut 4 stig
7.-10. Þórir Hrafn 4 stig
7.-10. Helgi Heiðar 4 stig
7.-10. Jón Ólafur 4 stig
11. Sverrir 2 stig

Spennan er mikil og þar sem föstudagur er í dag og allir í sólskinsskapi, þá er ég að spá í að henda inn einni spurningu í dag.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

The game must continue...

Jæja, ekki kom rétt svar við spurningunni í fyrstu vísbendingu, enda um fleiri þúsund möguleika af lögum að ræða. Kannski illa gert af manni að hafa þetta svona þungt í byrjun en þetta eru jú 5 stig sem fást svo spurningin ætti að vera nokkuð erfið í byrjun en alla vega.

Nú fáum við vísbendingu nr. 2 og er því spennandi að sjá hvort einhver hafi þetta í það skiptið.

Leikur 16: Önnur vísbending: 4 stig.

Eins og mörg dægurlög þess tíma, fjallar þetta lag um manneskju en deildar meiningar eru um hvort um sé að ræða karl eða konu.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Superman...

Fór í bíó í gær að sjá Súperman returns, ég gef henni bara ***1/2. Bara ágætis mynd. Við Kristín vorum sammála um að hún hefði getað orðið eitthvert disaster en leikstjórinn kemst vel frá þessari mynd. Fyndin á köflum og svo náttla bara töff. Alltaf haldið upp á Súpermann eða Súpumann eins og ég hélt hann héti þegar ég var lítill. Man reyndar eftir miklu rifrildi milli mín og nokkurra jafnaldra minna á leiksskólanum í gamla daga um hvernig Christopher Reeve færi að því að fljúga svona og voru þá helst tvær kenningar um það. Önnur kenningin var sú að framleiðendurnir notuðust við þyrlu og settu svo Reeve í kaðal og létu hann bara einfaldlega hanga með bundið utan um mittið. Hin kenningin sem trúlega er líklegri var sú að Reeve lægi á vegg og gerði hreyfingarnar fyrir framan myndavélar og svo væri umhverfið sett inn í á eftir. Enn aðrir trúðu því staðfastlega að Reeve gæti einfaldlega bara flogið og hefði því hentað mjög vel til hlutverksins. Það sem 3-4 ára guttum gat dottið í hug hehe.

Jæja, þá er það 16. leikurinn.

Leikur 16: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um dægurlag.
Þetta dægurlag náði talsverðum vinsældum vestanhafs og í Bretlandi í byrjun áttunda áratugarins.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Svona á milli verkefna...

Þá dettur mér í hug að koma með smá játningu.

Ég er glaður maður af því ég má vera það. Ákveðnir hlutir í lífinu hafa gengið vel síðustu daga og vikur og þess vegna er svona smá léttir í sálinni. Það er samt alltaf eitt sem ég finn fyrir. Ég sakna sárlega hennar Kristínar minnar, sem mér finnst ég ekki sjá neitt núorðið. Það er rosalega leiðinlegt að vera svona í sundur, það er vitað mál. En ég get verið hamingjusamur með það að gellan mín ætlar að koma í dag til mín en því miður hryggir það mig hversu fljótt hún verður á bak og burt. Manni líður eins og unglingspilti sem er að deyja úr ást, ha. Enda engin furða, því ég er ástfanginn af Kristínu sem aldrei fyrr. :o)

Já, þannig er nú það. Ég held að enginn geti haft sigurorð af tilfinningum sínum að fullu.

Sáttur og ánægður, kannski smá stoltur líka ;o)
Nýtt met slegið...

Skemmst er frá því að segja að allir svarendur nema einn féllu í gildruna sem upp var sett í spurningu nr 15.1. Hér var ekki verið að spyrja um knattspyrnumann, heldur danska eðlisfræðinginn og nóbelsverðlaunahafann Niels Bohr sem ætti að vera flestum kunnur vegna framlags síns til skammtafræði (og að hafa verið prófessor við Kaupmannahafnarháskóla).

Það var hann Jón Sigurður sem svaraði þessu og er nú on fire í keppninni. Hér var einnig sett met í að svara fljótt og hlýtur hann nafnbótina Load Runner fyrir. Hann var líklega ekki nema um 30-40 mínútur að koma með svar eftir að ég hafði sett fram þessa gríðarlega erfiðu spurningu mína. Hafði að sjálfsögðu aldrei minnst á eðlisfræði eða neitt sem Bohr var frægur fyrir en Jón er greinilega ekki allur þar sem hann er séður enda mikill áhugamaður um almenna vitneskju (eða vitleysu hehe) segja honum nærstaddir.

Af stigatöflunni má dæma að það verður hart barist á næstunni. Jóni hefur tekist að rífa sig úr nærri vonlausri stöðu upp í þriðja sætið.

Hefur einhver góða uppástungu á nafni á þessa sérdeilis skemmtilegu keppni?


Stigataflan eftir 15 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-9. Þórir Hrafn 4 stig
7.-9. Helgi Heiðar 4 stig
7.-9. Jón Ólafur 4 stig
10. Sverrir 2 stig

Kem síðan med 16. leik von bráðar.

mánudagur, júlí 17, 2006

Spurning um að setja spurningu fram...

Jæja, þá er sumarfríið búið í spurningaleiknum, því mér finnst vera kominn tími á 15. spurninguna. Mér dettur í hug að hafa þetta svona 20 spurningar frekar en 15 eins og ég sagði einu sinni og þá munum við krýna sigurvegara. Jei.... En sem fyrr er það Baldur sem leiðir keppnina með 15 stig.

Þá kemur spurningin.

Leikur 15: Fyrsta vísbending: 5 stig.

Spurt er um frægan karlmann.
Maðurinn var liðtækur knattspyrnumaður ásamt bróður sínum á árum áður.

mánudagur, júlí 10, 2006

Loks fékk maður tækifæri til að sjá Ítalina vinna þetta...

Þá er veislan búin þetta árið (HM veislan þ.e.). Hefur verið alveg frábær keppni, að minnsta kosti það sem ég hef séð af leikjunum. Úrslitaleikurinn var að mínu mati eins og þeir geta gerst bestir. Miklar ógnir á báða bóga, frábær varnarleikur Ítala og unaðslega vel framkvæmdar spyrnur Pirlos tel ég að hafi verið lykillinn í leik Ítala. Gattuso og Cannovaro, ásamt Pirlo áberandi bestir í ítalska liðinu.

Ég held að margir geti verið sammála mér í því að atburðarásin í leiknum hefði orðið allt önnur ef Materazzi hefði ekki verið á vellinum. Hann skallar boltann í netið og jafnar metin snemma í leiknum og er svo skallaður sjálfur (eða kannski stangaður öllu heldur) um miðjan seinni hálfleik framlengingar af engum öðrum en Zinedine Zidane. Þarna er ég auðvitað að vísa í atvikið sem er og verður skeggrætt á kaffistofum flestra vinnustaða heimsins næstu daga.

Eins og bent var á, á einhverjum vefmiðlinum, þá var búist við svanasöng Zidanes þar sem þetta var hans síðasti knattspyrnuleikur sem atvinnumaður. Það stefndi nú í það, þar sem kappinn skoraði úr einstaklega vel útfærðu víti á 6. mínútu. Þar með taldi ég að hann væri vaknaður og myndi nú aldeilis skrá sig í sögubækur með heimsklassa spilamennsku. Það skal ekki tekið af Zidane að hann spilaði þennan umrædda leik af mikilli yfirvegun og færni og var sem kóngur í ríki sínu á miðjunni. Fyrirliðinn franski átti einnig eitt besta færi sem sést hefur í toppklassaleik sem þessum um miðbik fyrri helmings framlengingar. Sending kom inn á teiginn og tókst kallinum að skalla fastan bolta sem Buffon, markvörður Ítala, mátti hafa sig allan við, við að verja. Trúlega hefði þetta verið mikilvægasta mark sem Zidane hefði skorað ef boltinn hefði leitað yfir marklínuna, en allt kom fyrir ekki. Seinni helmingur framlengingar hefst og um hann miðjan á Zidane annan skalla. En þessi skalli stytti feril Zidanes um nokkrar mínútur þar sem skallinn hafnaði í brjóstkassa Materazzis hins ítalska bakvarðar og marksskorara Ítala.

Oft á tíðum þróast fótboltaleikir í þá átt að lið sem hafa yfirhöndina í leiknum, fara að spila leikinn á frekar leiðinlegan hátt. Nefni ég dæmi um það að menn fara að liggja lengur í grasinu eftir tæklingar til að tefja leikinn. Frekar leiðinlegt áhorfs, sem og leiðinlegt fyrir væntanleg taplið sem eru að reyna að gera allt í sínu valdi til að skora jöfnunarmörk.

Í þessum leik horfði reyndar ekki svona við, þ.e. hvorugt lið sá fram á að sigra í leiknum úr því sem komið var og var vítaspyrnukeppni orðin fyrirséð. Materazzi var til að mynda einn af þeim ítölum sem gerðu sér grein fyrir þessu. Þessi ítalski bakvörður hefur því miður orð á sér að vera ei orðfagur og trúlega var þessi leikur engin undantekning á því hátterni hans. Úr því að leikurinn var kominn í þessa stefnu, þá akveður hann að læða vel (eða illa) völdum orðum að Zidane (eflaust allan tímann) og að því er virðist klípa í hann og urðu afleiðingarnar rautt spjald fyrir Zidane sem greinilega stóð ekki á sama eftir þessi orð Materazzis. Með þessum hætti kom Materazzi liði sínu til hjálpar þar sem besta vítaskytta Frakkana var nú ekki lengur með umboð til að sparka knettinum meira.

Knattspyrnuleikur snýst um leikáætlanir og dagsform leikmanna og má því segja að lymskubragð eins og það að veiða hinn leikreynda Zidane í slíka gildru sé hin þokkalegasta leikáætlun. Sumir myndu segja þetta vera óþverrabragð en aðrir brilljant strategíu. Til að veikja varnir óvinaþjóðar sem mest er yfirleitt best að vinna á mikilvægasta skotmarkinu, nefnilega sjálfum Zinedine Zidane og það greinilega tókst hjá herkænskusnillingnum Materazzi.