gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, júlí 21, 2006

Skyrtur vs. skór

Það er ýmislegt sem stelpur geta ekki verið án og þá ætla ég bara að nefna föt og skó. Hver þekkir ekki Carrie Bradshaw úr Sex & The City þáttunum sem er skófrík. Hún til dæmis kaupir sér skó ef henni líður illa og þá er búið að kyssa á báttið. Ég t.a.m. á fjögur pör af skóm núna og þykir mér mikið, því venjulega á ég ekki nema tvö pör. Þetta eru s.s. hversdagsskór, vinnuskór, íþróttaskór og takkaskór. Alveg eins og hún Carrie og margar stelpur þyrstir í skó þá er ég samt enginn eftirbáti hvað varðar skyrtur. Ég á alveg haug af skyrtum en mér finnst samt alltaf eins og ég eigi ekki neitt til að vera í. Stórfurðuleg hegðun finnst mér. Ég gæti farið í skápinn með lokuð augu og valið einhverja skyrtuna af handahófi og gripið einhverja góða skyrtu en mér finnst einhvern veginn ekki vera til nóg í skápnum. Hvers á maður að gjalda eiginlega!

Jæja, nóg um það. Það er komið rétt svar við spurningu 16. Margir eru um hituna í þetta skiptið en við erum að tala um nýjan einstakling á lista. Svarandinn sem hlýtur 4 stig í þessari keppni og kemst í 7.-10. sæti er engin önnur en Rut Danmerkurbúi og ljósmyndari með meiru.
Þetta dægurlag var s.s. Lola sem The Kinks komu í annað sætið á vinsældarlista í Bretlandi árið 1970. Ef vel er hlustað á textann í laginu kemur fram að Lola sé hugsanlega karlmaður sem er klæddur eins og kona eða kona sem hegðar sér eins og maður. Niðurstaða flestra er því sú að Lola sé klæðskiptingur.

"Girls will be boys and boys will be girls
It's a mixed up, muddled up, shook up world except for Lola..."

Stigataflan eftir 16 leiki:

1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3. Jón Sigurður 8 stig
--------------------------
4.-6. Gauti 5 stig
4.-6. Hilla 5 stig
4.-6. Bidda 5 stig
7.-10. Rut 4 stig
7.-10. Þórir Hrafn 4 stig
7.-10. Helgi Heiðar 4 stig
7.-10. Jón Ólafur 4 stig
11. Sverrir 2 stig

Spennan er mikil og þar sem föstudagur er í dag og allir í sólskinsskapi, þá er ég að spá í að henda inn einni spurningu í dag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim