Kominn á danskan vinnumarkað...
Eftir að ritgerðarskrifum lauk, tók við dálítið dauður tími. Mér fannst eins og eitthvað vantaði. Ég fór reyndar að vera með Emilíu meira og er það nú vel til bóta. Auraleysið var hins vegar farið að segja til sín.
Ég hef einnig gert heiðarlega tilraun til að skrá mig í verkalýðsfélag sem veitir mér aðgang að atvinnumiðlunum. Nú er bara að bíða eftir atvinnutilboðunum hehe. Það skýrist nú varla samt fyrr en í janúar þegar ég verð búinn að verja.
Nú er ég þó kominn í vinnu. Þetta er nú ekki beint hagfræðitengt starf en þó góð byrjun og ansi spennandi að mínu mati. Ég fékk starf hjá verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsetningu tónleika af ýmsum stærðum og gerðum en nokkrir félagar mínir hér á Solbakken hafa unnið hjá því í dálítinn tíma.
Fyrstu tónleikarnir mínir voru settir upp í gær og í dag. En þetta er að ég held stærstu tónleikarnir sem verktakafyrirtækið hefur tekið að sér. Um er að ræða Elton John tónleikaröðina: The Red Piano sem haldnir verða á Parken. Við beinlínis setjum þetta allt upp frá a-ö. Allt frá sviðsgólfinu, neon-skiltunum, risaskjánum, uppblástnu fígúrunum til rauða flygilsins sjálfs. Ég varð næstum vitstola þegar ég sá þennan íðilfagra grip og að sjálfsögðu stalst ég til að handleika hann smá.
Tónleikarnir eru í kvöld, og að þeim loknum verður hafist handa við að rífa allt niður, þar sem næstu tónleikar í röðinni hjá Elton verða í Finnlandi þann 1. des nk.
Hér eru nokkrar myndir:
Þarna má sjá hið eina sanna Red Piano
Sviðið og stóri skjárinn
Hér eru svo fátæku íslendingarnir
Síðan mun þetta vonandi líta út einhvern veginn svona í kvöld:
Eftir að ritgerðarskrifum lauk, tók við dálítið dauður tími. Mér fannst eins og eitthvað vantaði. Ég fór reyndar að vera með Emilíu meira og er það nú vel til bóta. Auraleysið var hins vegar farið að segja til sín.
Ég hef einnig gert heiðarlega tilraun til að skrá mig í verkalýðsfélag sem veitir mér aðgang að atvinnumiðlunum. Nú er bara að bíða eftir atvinnutilboðunum hehe. Það skýrist nú varla samt fyrr en í janúar þegar ég verð búinn að verja.
Nú er ég þó kominn í vinnu. Þetta er nú ekki beint hagfræðitengt starf en þó góð byrjun og ansi spennandi að mínu mati. Ég fékk starf hjá verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsetningu tónleika af ýmsum stærðum og gerðum en nokkrir félagar mínir hér á Solbakken hafa unnið hjá því í dálítinn tíma.
Fyrstu tónleikarnir mínir voru settir upp í gær og í dag. En þetta er að ég held stærstu tónleikarnir sem verktakafyrirtækið hefur tekið að sér. Um er að ræða Elton John tónleikaröðina: The Red Piano sem haldnir verða á Parken. Við beinlínis setjum þetta allt upp frá a-ö. Allt frá sviðsgólfinu, neon-skiltunum, risaskjánum, uppblástnu fígúrunum til rauða flygilsins sjálfs. Ég varð næstum vitstola þegar ég sá þennan íðilfagra grip og að sjálfsögðu stalst ég til að handleika hann smá.
Tónleikarnir eru í kvöld, og að þeim loknum verður hafist handa við að rífa allt niður, þar sem næstu tónleikar í röðinni hjá Elton verða í Finnlandi þann 1. des nk.
Hér eru nokkrar myndir:
Þarna má sjá hið eina sanna Red Piano
Sviðið og stóri skjárinn
Hér eru svo fátæku íslendingarnir
Síðan mun þetta vonandi líta út einhvern veginn svona í kvöld: