gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Í nóttinni búa örlög okkar...

Þá er farið að styttast í að ég skila ritgerðinni. Ég verð að viðurkenna að ég hef verið í lausu lofti núna síðustu daga. Hef verið að hræra aðeins í lánafarvegsmódelinu sem ég er að skrifa um og sjá hvort í því hrikti. Fann, einmitt betri spáeiginleika í gær og þá svitnaði ég, þar sem ég hafði einsett mér að vera búinn að skrifa allt sem skrifa þurfti. En út af þessu, þá varð ég að setjast niður og skrifa um það. Það tókst í gærkvöldi. En nú er ég paranoid um hvort ég geti bætt módelið meira. En svo verð ég náttúrulega að kunna að stoppa.

Nú er textinn reyndar í prófarkarlestri og því ekki annað að gera en að skrifa inngang og niðurstöður. Næsta vika mun þá fara í lagfæringar frá prófarkarlestrinum.

En í nótt er heldur betur mikilvæg nótt. Þá mun ráðast hver verður leiðtogi Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Guð hvað ég vona að þessir blessuðu Bandaríkjamenn kjósi nú loksins eitthvað skynsamlegt yfir sig. Barack Obama er þar að minnsta kosti eitthvað skynsamlegra en McCain. Það hljómar a.m.k. allt betra en repúblikanar. Aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa því miður ekki mjög góð áhrif á heiminn eins og reynslan síðustu 8 ár hefur sýnt sig.

En ég er hrikalega hræddur um að á morgun verði maður að nafni McCain sem flytur í Hvíta Húsið í Janúar eða Febrúar á næsta ári. Þetta er svona Murphy's law. Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim