3 dagar eftir...
Ég er loks kominn á það stig í ritgerðinni að lesa hana alla yfir í heild. Nú verður farið rækilega vel yfir allt. Passa sig á að vera ekki í þversögn við sjálfan sig, ekki að stela quotum neins staðar, vera með enskuna fína, allar jöfnuútleiðslur réttar, myndir og töflur osfrv. Þetta er talsvert tímafrekt, þar sem ritgerðin verður líklega ekki lengri en hún er núna (96 bls).
Helstu niðurstöður virðast benda til þess að lánafarvegurinn hafi verið nokkuð solid fyrir heimili á árunum 1990-2007, en samt er eftirtektarvert hversu mikið hriktir í módelinu frá 2004. Ljóst að peningastefnan hefur misst tökin á lánaframboði bankana, eftir að Íb.lsj. var breytt í júní 2004, þegar menn fóru að lána og lána og skulda og skulda og skulda svo meira í erlendri mynt, sem bar að varast, en vegna lélegs aðhalds í peningamálum, þá tókst ekki að koma í veg fyrir það.
Niðurstöðurnar fyrir fyrirtækin virðast því miður ekki vera jafn sterkar, að vísu sýnir módelið að allt sé í lagi, en það næst ekki nægilega gott fitt í langtímasambandi landsframleiðslu. Lánaframboð virðist þó stöðugt. Þetta ber að túlka með varúð, enda getur verið að bankar hafi ekki verið jafn mikilvægir fyrirtækjum og ég hefði haldið í fyrstu. Lýsir sér kannski best í því hversu mikið fjármagn var sótt í greipar erlendra banka og fjárfestingasjóða án milligöngu íslensku bankanna.
Líkanið fyrir hvort tveggja, heimili og fyrirtæki, reynist talsvert gallað, þar sem það gefur indonclusive niðurstöðu. Þar með er ekki hægt að fullyrða hvort bankalánafarvegurinn sé virkur eða ekki. Þetta er líklega vegna mismunandi vandamála í sístæðni langtímasambanda sem erfitt er að módelera. Módelið er því ekki gott til að skýra private sectorinn út.
Þannig er það nú. Veit að þessi þvæla hérna fyrir ofan meikar ekkert sens, en það gerir hagfræðin hvort eð er ekkert heldur hehe.
Ljóst er að það verður skálað eitthvað í næstu viku, en ég skila víst á mánudagsmorguninn og gef sjálfum mér þetta því í afmælisgjöf á miðvikudaginn.
Ég er loks kominn á það stig í ritgerðinni að lesa hana alla yfir í heild. Nú verður farið rækilega vel yfir allt. Passa sig á að vera ekki í þversögn við sjálfan sig, ekki að stela quotum neins staðar, vera með enskuna fína, allar jöfnuútleiðslur réttar, myndir og töflur osfrv. Þetta er talsvert tímafrekt, þar sem ritgerðin verður líklega ekki lengri en hún er núna (96 bls).
Helstu niðurstöður virðast benda til þess að lánafarvegurinn hafi verið nokkuð solid fyrir heimili á árunum 1990-2007, en samt er eftirtektarvert hversu mikið hriktir í módelinu frá 2004. Ljóst að peningastefnan hefur misst tökin á lánaframboði bankana, eftir að Íb.lsj. var breytt í júní 2004, þegar menn fóru að lána og lána og skulda og skulda og skulda svo meira í erlendri mynt, sem bar að varast, en vegna lélegs aðhalds í peningamálum, þá tókst ekki að koma í veg fyrir það.
Niðurstöðurnar fyrir fyrirtækin virðast því miður ekki vera jafn sterkar, að vísu sýnir módelið að allt sé í lagi, en það næst ekki nægilega gott fitt í langtímasambandi landsframleiðslu. Lánaframboð virðist þó stöðugt. Þetta ber að túlka með varúð, enda getur verið að bankar hafi ekki verið jafn mikilvægir fyrirtækjum og ég hefði haldið í fyrstu. Lýsir sér kannski best í því hversu mikið fjármagn var sótt í greipar erlendra banka og fjárfestingasjóða án milligöngu íslensku bankanna.
Líkanið fyrir hvort tveggja, heimili og fyrirtæki, reynist talsvert gallað, þar sem það gefur indonclusive niðurstöðu. Þar með er ekki hægt að fullyrða hvort bankalánafarvegurinn sé virkur eða ekki. Þetta er líklega vegna mismunandi vandamála í sístæðni langtímasambanda sem erfitt er að módelera. Módelið er því ekki gott til að skýra private sectorinn út.
Þannig er það nú. Veit að þessi þvæla hérna fyrir ofan meikar ekkert sens, en það gerir hagfræðin hvort eð er ekkert heldur hehe.
Ljóst er að það verður skálað eitthvað í næstu viku, en ég skila víst á mánudagsmorguninn og gef sjálfum mér þetta því í afmælisgjöf á miðvikudaginn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim