gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, október 26, 2003

Fór á massíft námskeið hjá íslandsbanka á föstudag sem dauert frá klukkan 8.30 - 16.00 rosa sniðugt námskeið. Á laugardag var svo sungið yfir nýútskrifuðum háskólakandídötum. Vil óska þeim Jolla, Sverri og Hildu til hamingju með áfangann. Eftir athöfnina var haldið á skauta í Laugardal og var mikið haft fyrir því að tryggja sem öruggast rennsli. Var komin í þrjár peysur og setti á mig vettlinga og til að vera endalaust öruggur þá ákvað ég að setja á mig hjálm og sagði Kalli til dæmis við mig að ef hann ætti að velja á milli kúlsins og öryggisins, þá myndi hann nú frekar velja kúlið! Eftir um klukkutíma rennsli, Hókí Pókí dans og ekkert fall varð maður frá að hverfa vegna útskriftarveislu hjá Jolla Hagfræðingi og var drukkið hvítvín á meðan við Jón, Halli, Gummi og Jolli ræddum efnahagsmál og þess háttar. Prýðisveislsla þarna á ferð. Eftir veizluna var svo skellt sér á Pizza 67 og var þar smá hittingur hjá kórnum, sem svo varð að prýðisdjammi á Sólon. Slatti af félögum sá sér fært um að mæta! Djammað var til um 3-4 held ég. Í dag var horft á myndirnar Pianist og View from the top. Pianist er svakalega áhrifamikil mynd. Mæli með henni!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim