gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, október 14, 2003

Langt síðan síðast maður skrifaði eitthvað, en það hefur svosum ýmislegt bjátað á sem hefur dregið úr mér varðandi skrif og svoleiðis. Fékk þennan heiftarlega 40°hita á þriðjudaginn var og lá inni í tvo daga, svo voru verkefnin sem höfðu setið á hakanum farin að banka á dyrnar og ég þurfti að gera þau og nennti engan veginn að fara að blogga.

Um helgina fór kórinn í MekkaSport og hélt þar smá partý með pool og ýmsum skemmtilegum uppákomum. Við Kristín fórum meira að segja í box. Síðan var fjölmennt á Hressó þegar komið var í bæinn og síðan farið með harkara heim á eftir. Það var fyndið.
Í dag fór ég með bílinn í skoðun og komst í gegn snuðrulaust, maður er alltaf hálfstressaður inni á kaffistofu. Það er eins og að bíða eftir skurðaðgerð eða eitthvað. Dósirnar á svölunum voru farnar að vera það margar að ég gat ekki lengur farið með góðu móti út á svalir þar sem það lokaðist alltaf. Svo tókst mér loks að fara út á svalir og þá lokaðist náttúrulega og ég mátti því bara gjöra svo vel að fara að sortéra þær, því annars var ég bara fastur úti á svölum í rigningunni. Svo ákveðið var að fara í Endurvinnsluna, það er nú alltaf skemmtilegt. 1485 kr söfnuðust, vá!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim