Risinn upp frá dauðum. Það er sko búið að vera svo mikið að gera í skólanum. Maður þarf að búa til fyrirlestra og gera verkefni svo maður hefur ekki tíma í þessa vitleysu... hehe. En því var komið frá í gær og ég get strokið um frjálst höfuð á ný. Tók góða djammhelgi um síðustu helgi. Á föstudaginn var farið í vísó í Kaupthing, vel veitt þar. Eftir á var farið á Astró þar sem maður var í heví stuði til klukkan 6!!! Daginn eftir söng ég á útskriftinni í Háskólabíó. Þar sem maður var búinn að fá sér svolítið kvöldið áður, hljómaði maður bara hellíti vel ef ég segi sjálfur frá, reyndar allur kórinn. Eftir þessa frægðarför, brá ég mér á skauta í Laugardal með nokkrum kórfélögum og er skemmst frá því að segja að maður fékk svona fjölþjóðlega leiðsögn í meðferð skauta. Ætlaði aldrei að skilja lógíkina á bak við þetta en ég var orðinn að minnsta kosti 700 hundruð sinnum betri þegar við kláruðum. En þá tóku við mikil eymsl í jarka. Fólk vissi nú varla hvað það var þegar ég nefndi það, en það er þetta ílanga stykki undir löppinni á manni. Svo var farið á stælinn og sett í sig hammara og ekki sakaði frí áfylling af gosi. Að því loknu fór ég í útskriftarveislu Gumma Sigfinns Hagfræðings, með Halla, Jolla, Bjarna og Munda. Vorum búnir að fá okkur smá heima hjá mér áður og vorum bara hressir þegar í veisluna var komið. Gáfum Gumma svaka fína gjöf. Síðan var haldið á Hverfisbarinn og þar sem ég var algjör frekja, þá fékk ég piltana til að koma á Astró sem virðist vera orðinn minn staður en eitthvað voru þeir á öðru máli!!!! Þar var náttúrulega kórfólkið komið allt saman og var geimið ekki búið fyrr en um 6 aftur!!!! Þetta var sem sagt stífur dagur... Nú er ég nýkominn úr nuddi og ætli það sé ekki bezt að fara að gera eitthvað af viti. BÆ
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim