Já, nú er enn ein helgin búin og hvað getur maður sagt. Búinn að fara í Vísindaferð á föstudaginn og keyra austur á Selfoss og sofa allan laugardaginn þar, það hefði mátt halda að það hafi verið mikið umstang hjá manni á föstudag. En mér tókst að sofa frá kl 18 á laugardag til klukkan 10 á sunnudagsmorgun!!!! og missti þar af leiðandi af Á Móti Sólar Balli í Inghól á Selfossi..... ekki gott. Horfði annars á Hannibal á sunnudagskvöldið eftir londonlamb að hætti mömmu og þriggja tíma heimsókn til ömmu og afa. Það fór ekki vel þar sem mig dreymdi ekkert annað en Hannibal um nóttina, þ.e. hann var að reyna að éta mig eða eitthvað (er reyndar mjög bragðgóður sko) en fyrr mátti það nú vera en mínum tókst að skjóta hann í hausinn einhvern veginn, sko í draumnum. Fór svo í skólann í dag og var einmitt að koma af kóræfingu nú rétt í þessu og svo ætla ég að fara að hlaupa á eftir bara. Hætti aldrei sko. Vona bara að mig dreymi fallega í nótt!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim