gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, október 23, 2002

Í dag var hann tekinn snemma. En það var bara einn tími og allt stefndi bara í þægilegan dag. Ákvað að skella mér í Kringluna og kaupa í matinn en áttaði mig ekki á því að þeir Baugsmenn opna ekki búð fátæka námsmannsins fyrr en kl 11.30 og klukkan var 11.15. Ég var ekki búinn að gera ráð fyrir þessu og vissi ekkert hvað ég átti við tímann að gera en þá gerðist svolítið skemmtilegt. Ég fékk svona Reminder úr símanum mínum sem kváði að ég ætti að mæta í nudd klukkan 11.30!!!! Var búinn að gleyma því sko. Fór því náttúrulega í nuddið og það var sko algjör snilld.Dagurinn varð sem sagt þægilegur eftir allt. Þannig mættu menn halda að ég sé svaka góður við sjálfan mig sem ég er á vissan hátt en aldeilis ekki öllum stundum. Inn á milli er sko tekið á því. Hleyp 7 km á hverju kvöldi og fer stöku sinnum í fótbolta og ræktina að sjálfsögðu. Þýðir ekkert annað ef maður ætlar sér að lyfta 100 kg í bekknum fyrir jól. (Þeir sem málinu eru kunnir vita hvernig fór hjá mér í fyrra skiptið þegar ég reyndi þetta; BAMM allt 90 kg settið í smettið takk fyrir og eintómt áááááááááá) ;o). Annars var ég svaka dullegur að læra í dag, en það virðist stundum verða aukaatriði. Las þessa sniðugu grein um QWERTY Hagfræði meðal annars. Jæja, bezt að gera eitthvað til að drepa tímann fram að náttmálum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim