gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, apríl 28, 2008

Ég er ansi hræddur um...

að aðgerðir ríkisstjórnar verði nú léttvægar ef grípa á til þeirra við að ná niður verðbólgunni sem er nú komin í hæstu hæðir (11,8%) síðan 1988. Það er augljóst að gengisniðursveiflan hefur lekið alveg hrikalega hratt inn í verðlagið og haft mikið að segja um þessa 3,4% hækkun frá því í mars enda eru vísitöluáhrif hækkunar á verði innfluttra vara nú 2,1% sem er nú ansi mikið eða um 62% af allri mánaðarhækkuninni í apríl.

Nú er ekki annað hægt en að halda áfram baráttunni við verðbólguvæntingarnar og er eina leiðin að hækka stýrivexti umtalsvert á nýjan leik. Það er hrikalegt að þurfa að grípa til þess en það er eina leiðin til að skapa Seðlabankanum trúverðugleika um að ná verðbólgumarkmiði sínu. Það var náttúrulega afar slæmt að þetta gengissig átti sér stað, en það var kannski ekki við öðru að búast þegar skuldatryggingaálög voru aukin eins mikið og reyndin varð. Þó er smá birta í myrkrinu þar sem raungengi hefur farið töluvert undir langtímajafnvægi sitt og gæti það orsakað drifkraft styrkingar gengisins á nýjan leik. Óvissan á alþjóðamörkuðum er þó til staðar og er það eitthvað sem lítið er hægt að gera í. Verðbólguvæntingar eru um þessar mundir mjög háar og mun örugglega reyna á endurskoðunarákvæði kjarasamninga í upphafi ársins 2009. Að ná niður verðbólguvæntingum er hins vegar mögulegt.

Undanfarið hef ég heyrt því fleygt fram að vaxtahækkanir Seðlabankans séu bara allt eitt hræðsluáróður Davíðs Oddssonar, en hvað sem menn vilja kalla það þá kýs ég að kalla það aðhaldssama peningastefnu og er því fjarri lagi að segja að stjórnvöld séu aðgerðalaus gagnvart verðbólguvandanum. Hún mun skila árangri!!!

mánudagur, apríl 21, 2008

Grillhelgi afstaðin...

enda er veðrið hér búið að vera með eindæmum gott um helgina. Tókum upp á því nokkrir strákarnir á Solbakken að leggja stétt fyrir framan fællesgrillið sem Solbakken á. Þannig var nefnilega að svæðið fyrir framan hafði í mörg ár verið eitt drullusvað og þótti okkur því tími til kominn á úrbætur. Hirtum gamla steina sem notaðir höfðu verið fyrir bílastæðið, en steinarnir höfðu legið í nokkurn tíma í stórri hrúgu og því ekkert notaðir. Þetta var því kjörið. Verkið kláraðist rétt um 6 leytið eða rétt í tæka tíð fyrir kolauppkveikingu.

Þetta var ekki eina kvöldið sem við grilluðum, heldur buðu Þórir og Sigrún okkur í grill á Svanavegi Vítisengla og var þar verið að vígja nýtt kúlugrill þeirra Þóris og Sigrúnar (...ekki Vítisengla sko :o)). Síðan var haldið í bæinn og við Þórir komum útreyktir heim eftir viðkomu á Beduin Bar.