Grillhelgi afstaðin...
enda er veðrið hér búið að vera með eindæmum gott um helgina. Tókum upp á því nokkrir strákarnir á Solbakken að leggja stétt fyrir framan fællesgrillið sem Solbakken á. Þannig var nefnilega að svæðið fyrir framan hafði í mörg ár verið eitt drullusvað og þótti okkur því tími til kominn á úrbætur. Hirtum gamla steina sem notaðir höfðu verið fyrir bílastæðið, en steinarnir höfðu legið í nokkurn tíma í stórri hrúgu og því ekkert notaðir. Þetta var því kjörið. Verkið kláraðist rétt um 6 leytið eða rétt í tæka tíð fyrir kolauppkveikingu.
Þetta var ekki eina kvöldið sem við grilluðum, heldur buðu Þórir og Sigrún okkur í grill á Svanavegi Vítisengla og var þar verið að vígja nýtt kúlugrill þeirra Þóris og Sigrúnar (...ekki Vítisengla sko :o)). Síðan var haldið í bæinn og við Þórir komum útreyktir heim eftir viðkomu á Beduin Bar.
enda er veðrið hér búið að vera með eindæmum gott um helgina. Tókum upp á því nokkrir strákarnir á Solbakken að leggja stétt fyrir framan fællesgrillið sem Solbakken á. Þannig var nefnilega að svæðið fyrir framan hafði í mörg ár verið eitt drullusvað og þótti okkur því tími til kominn á úrbætur. Hirtum gamla steina sem notaðir höfðu verið fyrir bílastæðið, en steinarnir höfðu legið í nokkurn tíma í stórri hrúgu og því ekkert notaðir. Þetta var því kjörið. Verkið kláraðist rétt um 6 leytið eða rétt í tæka tíð fyrir kolauppkveikingu.
Þetta var ekki eina kvöldið sem við grilluðum, heldur buðu Þórir og Sigrún okkur í grill á Svanavegi Vítisengla og var þar verið að vígja nýtt kúlugrill þeirra Þóris og Sigrúnar (...ekki Vítisengla sko :o)). Síðan var haldið í bæinn og við Þórir komum útreyktir heim eftir viðkomu á Beduin Bar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim