Ég er ansi hræddur um...
að aðgerðir ríkisstjórnar verði nú léttvægar ef grípa á til þeirra við að ná niður verðbólgunni sem er nú komin í hæstu hæðir (11,8%) síðan 1988. Það er augljóst að gengisniðursveiflan hefur lekið alveg hrikalega hratt inn í verðlagið og haft mikið að segja um þessa 3,4% hækkun frá því í mars enda eru vísitöluáhrif hækkunar á verði innfluttra vara nú 2,1% sem er nú ansi mikið eða um 62% af allri mánaðarhækkuninni í apríl.
Nú er ekki annað hægt en að halda áfram baráttunni við verðbólguvæntingarnar og er eina leiðin að hækka stýrivexti umtalsvert á nýjan leik. Það er hrikalegt að þurfa að grípa til þess en það er eina leiðin til að skapa Seðlabankanum trúverðugleika um að ná verðbólgumarkmiði sínu. Það var náttúrulega afar slæmt að þetta gengissig átti sér stað, en það var kannski ekki við öðru að búast þegar skuldatryggingaálög voru aukin eins mikið og reyndin varð. Þó er smá birta í myrkrinu þar sem raungengi hefur farið töluvert undir langtímajafnvægi sitt og gæti það orsakað drifkraft styrkingar gengisins á nýjan leik. Óvissan á alþjóðamörkuðum er þó til staðar og er það eitthvað sem lítið er hægt að gera í. Verðbólguvæntingar eru um þessar mundir mjög háar og mun örugglega reyna á endurskoðunarákvæði kjarasamninga í upphafi ársins 2009. Að ná niður verðbólguvæntingum er hins vegar mögulegt.
Undanfarið hef ég heyrt því fleygt fram að vaxtahækkanir Seðlabankans séu bara allt eitt hræðsluáróður Davíðs Oddssonar, en hvað sem menn vilja kalla það þá kýs ég að kalla það aðhaldssama peningastefnu og er því fjarri lagi að segja að stjórnvöld séu aðgerðalaus gagnvart verðbólguvandanum. Hún mun skila árangri!!!
að aðgerðir ríkisstjórnar verði nú léttvægar ef grípa á til þeirra við að ná niður verðbólgunni sem er nú komin í hæstu hæðir (11,8%) síðan 1988. Það er augljóst að gengisniðursveiflan hefur lekið alveg hrikalega hratt inn í verðlagið og haft mikið að segja um þessa 3,4% hækkun frá því í mars enda eru vísitöluáhrif hækkunar á verði innfluttra vara nú 2,1% sem er nú ansi mikið eða um 62% af allri mánaðarhækkuninni í apríl.
Nú er ekki annað hægt en að halda áfram baráttunni við verðbólguvæntingarnar og er eina leiðin að hækka stýrivexti umtalsvert á nýjan leik. Það er hrikalegt að þurfa að grípa til þess en það er eina leiðin til að skapa Seðlabankanum trúverðugleika um að ná verðbólgumarkmiði sínu. Það var náttúrulega afar slæmt að þetta gengissig átti sér stað, en það var kannski ekki við öðru að búast þegar skuldatryggingaálög voru aukin eins mikið og reyndin varð. Þó er smá birta í myrkrinu þar sem raungengi hefur farið töluvert undir langtímajafnvægi sitt og gæti það orsakað drifkraft styrkingar gengisins á nýjan leik. Óvissan á alþjóðamörkuðum er þó til staðar og er það eitthvað sem lítið er hægt að gera í. Verðbólguvæntingar eru um þessar mundir mjög háar og mun örugglega reyna á endurskoðunarákvæði kjarasamninga í upphafi ársins 2009. Að ná niður verðbólguvæntingum er hins vegar mögulegt.
Undanfarið hef ég heyrt því fleygt fram að vaxtahækkanir Seðlabankans séu bara allt eitt hræðsluáróður Davíðs Oddssonar, en hvað sem menn vilja kalla það þá kýs ég að kalla það aðhaldssama peningastefnu og er því fjarri lagi að segja að stjórnvöld séu aðgerðalaus gagnvart verðbólguvandanum. Hún mun skila árangri!!!
5 Ummæli:
Þann 8:20 e.h. , Nafnlaus sagði...
Nokkrar spurningar:
Hvað gerist ef við bindum krónuna við t.d. evru eða pund?
Er ekki hægt að stýra efnahagnum öðurvísi en með stýrvaxtahækkunum? á ég þá bæði við SÍ og ríkisstjórnina.
Nú hefur skuldatrygginaálagið minnkað talsvert á bankana undafarið var komið undir 500 í síðustu viku. Eru það ekki teikn á lofti um betir tíma?
Þann 6:33 f.h. , gemill sagði...
Hæhæ
1.
Já, ef við bindum krónuna við evruna, þá erum við að skipta peningastefnu SBÍ út fyrir ECB stefnuna, þ.e. engin þýðing fyrir einhverja peningastefnu fyrir íslendinga þegar við hengjum okkar krónu við annan gjaldmiðil. Best borgið að taka upp peningastefnu ECB.
2.
Það er hægt að stýra efnahagnum með öðrum hætti, svo sem gengismarkmiðum, bindiskyldu og jafnvel svokallaðri fjármálastefnu og svo hefur stundum verið talað um policy mix sem er blanda af fjármálastefnu og peningastefnu. Þessar aðgerðir hafa hlotið talsverða umfjöllun meðal hagfræðinga á síðustu áratugum og eru í reynd ekki jafn skilvirkar aðferðir og peningastefnan ein og sér.
3.
Jú, það má segja að þetta sé jákvætt, þetta með að skuldatryggingaálagið á bankana hefur verið lækkað, þar sem bönkunum er treyst mun betur á alþjóðlegum lánamörkuðum. Þannig að það er ekki hægt annað en að fagna því. En öfugt með bankana, þá stendur ríkissjóður að því er virðist á veikari fótum en áður hvað lánshæfi varðar. S&P (Standard & Poor's), alþjóðlega matfyrirtækið, hefur lækkað lanshæfiseinkunn ríkissjóðs úr A+ í A (erlendar skuldbindingar ríkissjóðs). Samt kannski ekki svo mjög slæmt, þar sem lægstu einkunnirnar eru D, DD og DDD.
Þann 11:17 f.h. , Hilla sagði...
Takk fyrir þetta Gaui! gott að eiga góða að til að útskýra fyrir sér hlutina!
Þann 5:27 e.h. , Nafnlaus sagði...
Og hvað finnst þér um nýjust samningana sem búið er að gera við seðlabanka norðulandanna?
Þann 6:22 f.h. , gemill sagði...
Þeir eru fínir ef þeir hjálpa við að róa væntingar markaðar. Vona að þeir geri það.
Skrifa ummæli
<< Heim