40 vikur + 7 dagar eða 41 vika + 0 dagar og HM...
Þá eru liðnir 7 dagar frá settum degi og ekkert hefur gerst hjá litlu dömunni. Á meðan hún ákveður sig er bara að bíða og það er alls ekki hægt að segja að manni leiðist neitt, aldeilis ekki. HM í handbolta heldur manni við efnið og hef ég horft á flesta leikina. Spá mín fyrir síðustu leiki milliriðlanna gekk næstum eftir en það voru aðeins Rússar sem ég klikkaði á, bjóst við að Ungverjar myndu hafa þetta en það var líka ekkert smá tæpt. Örlög Ungverja réðust þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum gegn Rússum. Þeir þurftu einungis að halda jafnteflinu sem nægði þeim, en eins og Hákon nefndi réttilega, er hættulegt að "nægja" aðeins jafntefli og sannaðist það svo sannarlega í lok leiksins þegar Rússneski hornamaðurinn (að mig minnir hinn leikreyndi Kocharov) stal sigrinum með glæsilegu marki.
Nú ætla ég að spá aðeins í spilin meira og líta á átta liða úrslitin:
1. Frakkland - Króatía
Hér er á ferðinni athyglisverð rimma. Fyrrum heims- og Evrópumeistarar Frakka mæta hér Ólympíumeisturum Króata. Narcisse, Abati og félagar í franska landsliðinu hafa ekki verið sannfærandi það sem af er keppni en ég hef trú á að þeir láti að sér kveða í þessum leik. Þrátt fyrir það held ég að Króatar séu nú mun sterkari (ósigraðir í keppninni) og að mínu mati verða þeir heimsmeistarar 2007. Króatar komast því áfram í undanúrslit.
2. Pólland - Rússland
Rússar komust á afar dramatískan hátt áfram eftir að hafa verið lakari aðilinn í leiknum á móti Ungverjum. Þetta gefur þeim ansi mikinn þrótt bíst ég við en Pólverjar með Jurecki, Bielecki og Jurasik í fararbroddi munu held ég reynast sterkari aðilinn og komast því í undanúrslitin.
3. Þýskaland - Spánn
Að mínu mati eru Króatía, Þýskaland og Spánn með sterkustu lið keppninnar og hér verður því á ferðinni uppgjör tveggja af þremur bestu liðum í heimi. Pascal Hens, Christian Schwarzer og Florian Kehrman eru hreint rosalegir og ég held að heimavöllurinn verði mikilvægur Þjóðverjum og þeir taki þetta, jafnvel á hraðaupphlaupunum sem þeir eru listamenn í. Heimsmeistarar Spánverja munu því detta út.
4. Danmörk - Ísland
Af tvennu eða jafnvel þrennu illu er ágætt að Íslendingar fengu Dani frekar en Spánverja eða Króata. Enda er ávallt gaman að horfa á okkar menn mæta frændum vorum Dönum. Íslendingar gætu hugsanlega tekið Danina en þá þarf að bæta sóknarleikinn talsvert, þar sem á tíðum hefur hann verið hálf vandræðalegur. Boldsen og Boesen eru feikna sterkir í liði Dana en ekki má gleyma markvörslu Birkis sem hefur verið á heimsmælikvarða. Því miður ætla ég að vera með raunsæi í þessu og tippa a Danina í þessum leik.
Annars verður mikil hátíð hér á morgun. Menn ætla að hittast á barnum hér á kollegíinu, kneyfa öl og glápa á leikinn í "bróðerni" með Dönum. Danskurinn lítur á þennan leik sem formsatriði en við skulum bara sjá til. Vona bara að mér skjátlist með spána.
Þá eru liðnir 7 dagar frá settum degi og ekkert hefur gerst hjá litlu dömunni. Á meðan hún ákveður sig er bara að bíða og það er alls ekki hægt að segja að manni leiðist neitt, aldeilis ekki. HM í handbolta heldur manni við efnið og hef ég horft á flesta leikina. Spá mín fyrir síðustu leiki milliriðlanna gekk næstum eftir en það voru aðeins Rússar sem ég klikkaði á, bjóst við að Ungverjar myndu hafa þetta en það var líka ekkert smá tæpt. Örlög Ungverja réðust þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum gegn Rússum. Þeir þurftu einungis að halda jafnteflinu sem nægði þeim, en eins og Hákon nefndi réttilega, er hættulegt að "nægja" aðeins jafntefli og sannaðist það svo sannarlega í lok leiksins þegar Rússneski hornamaðurinn (að mig minnir hinn leikreyndi Kocharov) stal sigrinum með glæsilegu marki.
Nú ætla ég að spá aðeins í spilin meira og líta á átta liða úrslitin:
1. Frakkland - Króatía
Hér er á ferðinni athyglisverð rimma. Fyrrum heims- og Evrópumeistarar Frakka mæta hér Ólympíumeisturum Króata. Narcisse, Abati og félagar í franska landsliðinu hafa ekki verið sannfærandi það sem af er keppni en ég hef trú á að þeir láti að sér kveða í þessum leik. Þrátt fyrir það held ég að Króatar séu nú mun sterkari (ósigraðir í keppninni) og að mínu mati verða þeir heimsmeistarar 2007. Króatar komast því áfram í undanúrslit.
2. Pólland - Rússland
Rússar komust á afar dramatískan hátt áfram eftir að hafa verið lakari aðilinn í leiknum á móti Ungverjum. Þetta gefur þeim ansi mikinn þrótt bíst ég við en Pólverjar með Jurecki, Bielecki og Jurasik í fararbroddi munu held ég reynast sterkari aðilinn og komast því í undanúrslitin.
3. Þýskaland - Spánn
Að mínu mati eru Króatía, Þýskaland og Spánn með sterkustu lið keppninnar og hér verður því á ferðinni uppgjör tveggja af þremur bestu liðum í heimi. Pascal Hens, Christian Schwarzer og Florian Kehrman eru hreint rosalegir og ég held að heimavöllurinn verði mikilvægur Þjóðverjum og þeir taki þetta, jafnvel á hraðaupphlaupunum sem þeir eru listamenn í. Heimsmeistarar Spánverja munu því detta út.
4. Danmörk - Ísland
Af tvennu eða jafnvel þrennu illu er ágætt að Íslendingar fengu Dani frekar en Spánverja eða Króata. Enda er ávallt gaman að horfa á okkar menn mæta frændum vorum Dönum. Íslendingar gætu hugsanlega tekið Danina en þá þarf að bæta sóknarleikinn talsvert, þar sem á tíðum hefur hann verið hálf vandræðalegur. Boldsen og Boesen eru feikna sterkir í liði Dana en ekki má gleyma markvörslu Birkis sem hefur verið á heimsmælikvarða. Því miður ætla ég að vera með raunsæi í þessu og tippa a Danina í þessum leik.
Annars verður mikil hátíð hér á morgun. Menn ætla að hittast á barnum hér á kollegíinu, kneyfa öl og glápa á leikinn í "bróðerni" með Dönum. Danskurinn lítur á þennan leik sem formsatriði en við skulum bara sjá til. Vona bara að mér skjátlist með spána.