gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

laugardagur, janúar 06, 2007

Fer þessu nú ekki að linna?

Jæja, janúar kominn, nýtt ár byrjað, það tvö þúsundasta og sjöunda á gregorískan kvarða. Vá maður og ég í prófum. Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ekki búinn fyrr en 17. janúar, hvað á svoleiðis að þýða. Kristín er í enn verri aðstöðu, á eftir 2 próf og eina fæðingu.

Þessi mánuður á vafalaust eftir að verða einhver mikilvægasti mánuður sem ég hef lifað hingað til, þar sem ég fæ nafnbótina: pabbi, faðir, far, papa og svo framvegis. Ég bíð rosa spenntur, en ég væri ábyggilega búinn að koma mér í betri stellingar fyrir þetta ef ekki væru þessi "BLESSUÐU" próf alltaf hreint. Alltaf sama sagan. En þetta VERÐA mín síðustu "ekkihægtaðhaldajól"apróf. Nóg komið af pirri, en svona er ég á próftíma og leyfi mér það alveg, sé ekki fegurð heimsins á próftíma.

En nú fer að koma sá tími að ég fer að byggja lítið rúm handa elsku litla barninu mínu sem er byrjað að heilsa okkur með einstaka bungum út um allan mallann á Kristínu. Þá mun sko verða stuð hér á bæ.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim