gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, janúar 19, 2007

Jíha...

Þá hefur próftörn sem á sér ekki hliðstæðu á skólaferli mínum sem spannar yfir 20 ár, klárast. Hef nú verið í prófum frá því í nóvember og er búinn að fá nóg. Hef loks orðið tíma fyrir undirbúning fyrir hnátuna. Var að smíða rúmið hennar í gær (takið eftir: "smíða" ) en við fengum það víst í IKEA. En alveg ljómandi gott rúm samt, með tveimur stillingum fyrir botninn, þannig að til að byrja með verður hærri stillingin notuð svo við fáum ekki í bakið þegar við tökum telpuna upp og svo þegar líður á og hún stækkar, má á einhverjum tímapunkti færa botninn neðar, svo hún fari nú ekki að klifra upp úr rúminu sínu og meiða sig.

Annars hefur verið svolítið slæmt veður undanfarið en sem betur fer ekki eins slæmt og hefur verið í Bretlandi. Það gerðist reyndar stórmerkilegur hlutur í garðinum hér fyrir framan á sunnudaginn var. Upp úr hádegi heyrðum við þvílíkan hávaða fyrir utan en kipptum okkur ekki meira upp við það. Það var svo ekki fyrr en ég fór út að ná í hjólið til að fara á bókasafnið að ég sá hvað hafði orsakaði þennan rosalega hávaða. Eitt af stóru trjánum í garðinum hafði klofnað. Veðurofsinn hefur verið svo mikill að það bara gaf sig. Heppilegt að enginn varð fyrir þessu, þar sem lítil börn voru að leik í garðinum á meðan þetta gerðist.

En nú ætlum við Kristín að fara í bæinn og kaupa lak á rúmið, sængurver handa litlu og eitthvað dúllerí á rúmið hennar. :o)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim