Jú jú, mikið rétt...
Veðurguðirnir hér í Köben hafa aldeilis verið að bænheyra menn þessa dagana. Við Baldur, Ketill og Finnur félagi okkar úr CBS fórum í Fælledparken á svaka fyrstamaísamkomu í gærdag. Bongóblíða, fullir danir með rauða fána og strípaðir kvenmannsrassar í skógarrjóðri einkenndu svæðið. Fengum okkur náttúrulega öl að hætti dana, sem og pylsur og baunir. Þarna vorum við frá því um 5 og til ca 8. Hlustuðum á ræður og hljómsveitir og bara fíluðum grasið í tætlur.
Þetta tekst náttúrulega bara þar sem við erum allir orðnir hinir mestu hjólagarpar.
Annars er komið rétt svar við spurningunni í 13. leik. Þar er að verki nýr maður á lista sem er enginn annar en fyrrum landlordinn minn hann Jón Sigurður augnpotari með meiru. Svar hans; njósnarinn, skyttan, hershöfðinginn, lífvörðurinn og svæðisstjórinn d'Artagnan er auðvitað hárrétt og hlýtur hann að launum 3 stig (þ.e.a.s. Jón). Hver man ekki eftir kappanum sem var alltaf aukamaður í skyttunum þremur. Varð víst frægur í lifanda lífi fyrir að handsama Fouquet, fjármálakúnsner Lúðvíks 14., sem var að gera allt vitlaust í Frakklandi. Annars var það víst starfi d'Artagnan að passa upp á kónginn, þar sem hann var lífvörður Lúlla.
Lúlli kóngur varð víst eitthvað afbrýðisamur út í Fouquet þennan þar sem sá síðarnefndi hélt svaka partý fyrir ríka liðið og lék sama leik og Oprah Winfrey gerir stundum, þ.e. að gefa bíla en í þetta sinnið var látið nægja að færa af hendi hesta til allra gestanna. Fyrir þennan óskunda var Fouquet dæmdur til lífstíðar í fangelsi. Maður verður að vera á varðbergi þegar maður gefur hest næst, er nefnilega alltof gjarn á það þegar ég held partý.
d'Artagnan var síðar gerður að svæðisstjóra (governor) en þótti ekki mjög vinsæll í því starfi. Vildi hann ólmur komast í action í skylmingar og bardaga og varð að ósk sinni að hálfu leyti þegar hann fór í Franco-dutch stríðið og var skotinn þar.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!!
Stigataflan eftir 13 leiki:
1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3.-4. Hilla 5 stig
3.-4. Bidda 5 stig
5.-7. Þórir Hrafn 4 stig
5.-7. Helgi Heiðar 4 stig
5.-7. Jón Ólafur 4 stig
8. Jón Sigurður 3 stig
9.-10. Sverrir 2 stig
9.-10. Gauti 2 stig
Veðurguðirnir hér í Köben hafa aldeilis verið að bænheyra menn þessa dagana. Við Baldur, Ketill og Finnur félagi okkar úr CBS fórum í Fælledparken á svaka fyrstamaísamkomu í gærdag. Bongóblíða, fullir danir með rauða fána og strípaðir kvenmannsrassar í skógarrjóðri einkenndu svæðið. Fengum okkur náttúrulega öl að hætti dana, sem og pylsur og baunir. Þarna vorum við frá því um 5 og til ca 8. Hlustuðum á ræður og hljómsveitir og bara fíluðum grasið í tætlur.
Þetta tekst náttúrulega bara þar sem við erum allir orðnir hinir mestu hjólagarpar.
Annars er komið rétt svar við spurningunni í 13. leik. Þar er að verki nýr maður á lista sem er enginn annar en fyrrum landlordinn minn hann Jón Sigurður augnpotari með meiru. Svar hans; njósnarinn, skyttan, hershöfðinginn, lífvörðurinn og svæðisstjórinn d'Artagnan er auðvitað hárrétt og hlýtur hann að launum 3 stig (þ.e.a.s. Jón). Hver man ekki eftir kappanum sem var alltaf aukamaður í skyttunum þremur. Varð víst frægur í lifanda lífi fyrir að handsama Fouquet, fjármálakúnsner Lúðvíks 14., sem var að gera allt vitlaust í Frakklandi. Annars var það víst starfi d'Artagnan að passa upp á kónginn, þar sem hann var lífvörður Lúlla.
Lúlli kóngur varð víst eitthvað afbrýðisamur út í Fouquet þennan þar sem sá síðarnefndi hélt svaka partý fyrir ríka liðið og lék sama leik og Oprah Winfrey gerir stundum, þ.e. að gefa bíla en í þetta sinnið var látið nægja að færa af hendi hesta til allra gestanna. Fyrir þennan óskunda var Fouquet dæmdur til lífstíðar í fangelsi. Maður verður að vera á varðbergi þegar maður gefur hest næst, er nefnilega alltof gjarn á það þegar ég held partý.
d'Artagnan var síðar gerður að svæðisstjóra (governor) en þótti ekki mjög vinsæll í því starfi. Vildi hann ólmur komast í action í skylmingar og bardaga og varð að ósk sinni að hálfu leyti þegar hann fór í Franco-dutch stríðið og var skotinn þar.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!!
Stigataflan eftir 13 leiki:
1. Baldur 13 stig
2. Anna Ósk 9 stig
3.-4. Hilla 5 stig
3.-4. Bidda 5 stig
5.-7. Þórir Hrafn 4 stig
5.-7. Helgi Heiðar 4 stig
5.-7. Jón Ólafur 4 stig
8. Jón Sigurður 3 stig
9.-10. Sverrir 2 stig
9.-10. Gauti 2 stig
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim