gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, maí 01, 2006

Hjólán

Fór með Katli í hjólabúð á föstudaginn var. Tilgangur Ketils var að fá sér hjól. Ég fór á mínu hjóli og keypti mér gjörð og dekk í fyrstu búð, og setti ég gjörðina undir hjólið mitt þar, (legurnar voru ónýtar í gömlu gjörðinni).
Fórum svo í búð númer tvö, þar sem Ketill keypti sér hjól. Til að fagna þessum áfanga var farið á Íraskan Kebabstað í Nörrebro. Þegar við svo gengum þaðan út var orðið loftlaust í dekkinu sem ég var nýbúinn að kaupa. Urðu því nýju hjólreiðamennirnir í Köben að reiða hjólin. Komum við hjá búð tvö og fengum nýjan ventil og héldum síðan leiðar okkar í átt að heimili mínu. Þá kom fljótt í ljós að það var ekki ventillinn sem var höfuðverkurinn, heldur slangan.
Komum við í hjólabúð 3 og keyptum slöngu sem meiningin var að setja í þegar heim væri komið. Ég fékk mér þó loft í dekkið og prófaði að hjóla eins langt með Katli og ég gat. Eftir drjúgan spöl vildi ekki betur til en svo að Ketill slítur keðjuna á nýja hjólinu sínu. Þá var aftur tekið til við að reiða hjólin. Vandamálið var að klukkan var orðin 6 og allar búðir að loka, en okkur tókt þó að fá keðju í hjólabúð 4. Reiddum s.s. hjólin heim en höfðum vit á að kaupa smá bjór áður en í framkvæmdir væri farið. Eyddum meira og minna öllu kvöldinu heima í garði að setja nýju keðjuna og dekkið á hjólin, þar sem keðjan var alltof löng. Fengum okkur tvo Mojito hvor og nokkra bjóra og ætluðum að fara í partý til Hillu. Fórum á bensínstöð til að ná í loft í dekkið mitt og gátum þá loks farið að hjóla af einhverri alvöru en ekki leið á löngu en að keðjan dettur af hjá Katli og urðum við því að fara heim til að strekkja á henni. Eftir að því var lokið (um 11) fórum við og keyptum meiri bjór og drifum okkur til Hillu, en þá voru stelpurnar í partýinu farnar á Sam's bar og við með fulla tösku af bjór. Gripum þess vegna til þess ráðs að hjóla út á Nyhavn og drekka alla bjórana, hálfan kassa. Síðan fórum við á Sam's bar og voru þá allir meira og minna farnir og við orðnir alltof pirraðir til að fara inn og þurfa að borga, enda búnir að borga alltof mikið í hjólaviðgerðir yfir daginn og gera ALLT annað en að hjóla á blessuðum hjólunum okkar. Fórum því hvor til síns heima.

Nú er hins vegar komið að 3. vísbendingu í 13. leik, þar sem engin ágiskun var rétt.

Leikur 13: Þriðja vísbending: 3 stig.

Maðurinn er frægur fyrir að hafa tilheyrt frægum hópi (sem einnig hefur verið gert hátt undir höfði í sögubókum).

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim