Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gærkvöldi (réttara sagt yfir í Neskirkju) þá lenti ég í lyftunni með einum af tölvuköllunum. Hann fór að segja mér að hann hefði hitt Davíð Oddsson á vappi fyrir utan bankann. Þarna var Davíð í fylgd með heldur undarlegum lögreglumanni með svört 70' s gleraugu og gott ef Gísli Marteinn hafi ekki verið þarna líka en hann sagði að það hefði sést ógreinilega. Maðurinn bætti því við að hann hefði nú ekki kunnað við annað en að taka í spaðann á Davíð til að bjóða hann velkominn til starfa. Audibifreið var ekki langt undan og einnig bíll frá sjónvarpinu. (Davíð má ekki sjást í kringum bankann þessa dagana án þess að vera áreittur af frétta- og blaðamönnum). Ég var nú orðinn mjög hissa á þessari sögu og fór náttúrulega að furða mig á því hvað Gísli Marteinn hefði verið að gera þarna í föruneyti Davíðs og ég tala nú ekki um hvað þessi undarlegi, nördalegi lögreglumaður hefði verið að gera þarna líka, og bara yfirleitt hvað var þarna um að vera. Af hverju var Davíð að kíkja í bankann svo snemma?
Þegar við tölvukallinn nálguðumst loks kjallarahæðina og stigum síðan út úr lyftunni til að ganga inn í bílageymsluna, spurði hann mig í framhaldinu, hvort ég ætlaði ekki að horfa á Spaugstofuna á laugardaginn kemur.
Að því búnu settist hann inn í bílinn sinn og ók af stað áleiðis út úr Kolaportinu.
Þegar við tölvukallinn nálguðumst loks kjallarahæðina og stigum síðan út úr lyftunni til að ganga inn í bílageymsluna, spurði hann mig í framhaldinu, hvort ég ætlaði ekki að horfa á Spaugstofuna á laugardaginn kemur.
Að því búnu settist hann inn í bílinn sinn og ók af stað áleiðis út úr Kolaportinu.