Það er langt síðan ég hef tjáð mig hagfræðilega, en ég leyfi mér það nú.
Ég hef haft svolítinn áhuga á áhrifum væntinga á mörkuðum og þess háttar. Þetta er merkilegt fyrirbrigði, sem getur haft stundum svakaleg áhrif á líf okkar.
Setjum þær í samhengi við ástandið núna sem dæmi. Eins og kannski mörgum er kunnugt hefur verðbólga farið á góða siglingu eða upp í 4,8% sem samsvarar sér engan veginn við stefnu Seðlabankans um 2,5% verðbólgumarkmið. Af þessum sökum hafa einmitt væntingar um stýrivaxtahækkanir magnast upp, (það er vegna þess að með stýrivaxtahækkun er hægt að draga úr þenslu í gegnum hið svokallaða miðlunarferli peningastefnunnar). Nú, vegna þessarar miklu verðbólgu þá hafa bankarnir búist við allt frá 0,5 - 0,75 prósentna hækkun og hafa þeir greinilega mikinn trúverðugleika, þar sem úrvalsvísitala hlutabréfa hefur lækkað um ca. 2% á dag síðustu tvo, þrjá dagana. Þarna er líklega á ferðinni flótti fjármagns yfir í áhættuminni fjárfestingar eins og skuldabréf sem einmitt vænst er að gefi meiri arð eftir vænta stýrivaxtahækkun.
Þannig að hér erum við að sjá dæmi um áhrif þessara áhrifamiklu væntinga sem mikið er talað um í fjölmiðlum og víðar. Spennandi verður að sjá hvað gerist þann 29. sept nk. þegar Peningamál Seðlabankans verða gefin út.
Það skal síðan tekið fram að ég hef ekki neina einustu hugmynd um hvað stjórn Seðlabankans ætlar að gera í sambandi við stýrivexti sína, þann 29. sept.
Ég hef haft svolítinn áhuga á áhrifum væntinga á mörkuðum og þess háttar. Þetta er merkilegt fyrirbrigði, sem getur haft stundum svakaleg áhrif á líf okkar.
Setjum þær í samhengi við ástandið núna sem dæmi. Eins og kannski mörgum er kunnugt hefur verðbólga farið á góða siglingu eða upp í 4,8% sem samsvarar sér engan veginn við stefnu Seðlabankans um 2,5% verðbólgumarkmið. Af þessum sökum hafa einmitt væntingar um stýrivaxtahækkanir magnast upp, (það er vegna þess að með stýrivaxtahækkun er hægt að draga úr þenslu í gegnum hið svokallaða miðlunarferli peningastefnunnar). Nú, vegna þessarar miklu verðbólgu þá hafa bankarnir búist við allt frá 0,5 - 0,75 prósentna hækkun og hafa þeir greinilega mikinn trúverðugleika, þar sem úrvalsvísitala hlutabréfa hefur lækkað um ca. 2% á dag síðustu tvo, þrjá dagana. Þarna er líklega á ferðinni flótti fjármagns yfir í áhættuminni fjárfestingar eins og skuldabréf sem einmitt vænst er að gefi meiri arð eftir vænta stýrivaxtahækkun.
Þannig að hér erum við að sjá dæmi um áhrif þessara áhrifamiklu væntinga sem mikið er talað um í fjölmiðlum og víðar. Spennandi verður að sjá hvað gerist þann 29. sept nk. þegar Peningamál Seðlabankans verða gefin út.
Það skal síðan tekið fram að ég hef ekki neina einustu hugmynd um hvað stjórn Seðlabankans ætlar að gera í sambandi við stýrivexti sína, þann 29. sept.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim