gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, september 07, 2005

Skólamálin hafa verið svolítið skrítin undanfarið, vægast sagt, en CBS skólinn sendi mér loksins tölvupóst um að ég hefði komist inn í þessi markaðsfræði og stjórnunarfög sem ég þurfti að taka til að komast í Fjármálin hjá þeim. Málið er bara að það er kominn 7. september og önnin byrjaði í byrjun september og því er þetta allt of seint. Það er svo skrítið hvað maður má upplifa í svona málum. Leiðinlegt þegar ekkert gengur upp. Þetta var náttúrulega búið að vera í deiglunni frá því í janúar en svo kemur þetta allt of seint. En að öðru. Ég mun hætta í Seðlabankanum þann 30. september nk. og fer því með honum Birgi síðustu lyfuferðina niður. En þá ætlar hann Birgir einmitt líka að hætta. Ég næ því ekki að vera undir stjórn Davíðs Oddssonar. En eins og tengdapabbi sagði, þá er Seðlabankinn að missa tvo píanóleikara, því við Birgir eigum það sameiginlegt að vera píanóleikarar og höfum báðir dálæti á dinner músík. Í sambandi við Davíð, þá hef ég smá áhyggjur af honum Erni Árnasyni, þar sem sá síðarnefndi verður að finna sér annan stjórnmálamann til að herma eftir. Örn Árnason mun því leggja hárkolluna á hilluna á næstunni einnig.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim