create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Þetta sá ég á síðunni hans Sverris, mjög skemmtileg pæling. Ekki hef ég nú heimsótt jafnmörg ríki og hann Sverrir þar sem hann hefur farið til tvöfalt fleiri landa en ég hlutfallslega. Ég hef þó séð 4 % af heiminum. Það væri þó líka gaman að sjá kortið hennar Siggu Víðis sem hefur sennilega rakið mest allan heiminn.
Jæja, æfingabúðir um helgina og maður getur varla beðið. Það er þó slatti eftir að gera í dag og því eins gott að hafa farið snemma á fót í morgun til að eitthvað verði úr verki.
Ég var nokkuð sáttur við frammistöðu mína í keilu í gærkvöld, varð í 4. sæti af 6 keppendum mín megin. Einar massaði okkur öll með snilldartöktum en hún Auður var ekki langt á eftir. Kristín rétt marði mig með 7 pinnum svo þetta var hell of a tournament.