gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

mánudagur, október 11, 2004

Jæja, nú er liðinn of langur tími síðan ég bloggaði síðast. Margt og mikið hefur gerst á þeim tíma. Gott og miður gott eins og gengur. Sumarið byrjaði á því að ungur hagfræðingur gekk út í lífið fullur bjartsýni. Sú bjartsýni átti þó eftir að verða full björt ef marka má það sem á eftir gekk. Ég komst að því að veruleikinn getur verið harður en ekki ósigrandi og það sannaðist kannski þegar á reyndi og þá er oft sagt hið fornkveðna: "Allt fór vel að lokum". Plön um masternám fóru út um þúfur í lok sumars svo það eina sem hægt var að gera var að spýta í lófana og herja á önnur mið. Það var útséð að ég væri að fara frá Íslandsbanka fyrr í sumar og því þurfti ég að byrja að banka á dyr stórfyrirtækja sem smærri fyrirtækja. Það varð úr að KB banki, stærsti banki á Íslandi og áttundi stærsti bankinn á norðurlöndunum bauð mér vinnu sem ég er mjög þakklátur fyrir.