Ég hefi orðið var við kvartanir vegna bloggleysis undanfarið og verð ég að viðurkenna að ég hefi verið latur mjög við þann starfann. Ýmislegt hefur nú komið upp á síðan 2. febrúar þegar brósi átti afmæli. Þessa dagana er orðið spennandi mjög að mæta á kóræfingar þar sem verkin fyrir tónleikana okkar í lok mars (Háskólakórsins) eru farin svo vel af stað. Þetta eru alveg frábær verk. Ég er mjög ánægður með lagavalið fyrir tónleikana en þess má geta að í fyrra var ég hundfúll með eitt verkið og er ég viss um að margir taka í sama streng. Þó voru Gloria og Miserere flott stykki og einnig Szimon Kuran verkið en Little Requiem er ekki mjög gott verk það verður bara að segjast eins og er enda fékk það mjög slæma dóma hjá gagnrýnendum. Þetta árið verður sko bragarbót á eins og áður sagði. Night eftir Báru Grímsdóttur sem er frumflutningur, Christ lag in todes Banden eftir Bach og svo síðast en ekki síst Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein. Það er VIRKILEGA flott tónsmíð og hef ég varla heyrt betra stykki. Ég mæli því eindregið með að fólk fjölmenni á tónleika okkar í Langholtskirkju þann 31. mars kl. 20. Það er nú langur tími í þetta en mér þykir betra að minna fólk á þetta í tíma.
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
mánudagur, febrúar 02, 2004
Það var sko alveg þrusu fótboltaleikur í nótt sem leið. Superbowl XXXVIIII hafði upp á allt að bjóða. Ég vakti til alveg ca. 3 um nóttina og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu 9 sekúndunum þeger New England Patriots skoruðu Field goal og kláruðu leikinn. Staðan var 29-29 en þar sem New England skoraði field goal þá fengu þeir 3 stig og unnu því Carolina Panthers með 3 stigum 32-29. Einnig voru skemmtiatriðin í hálfleik einkar skemmtileg. Mögnuð uppákoma í lok skemmtiatriðanna þegar Justin Timberlake söng "I get you naked by the end of this song" og svipti svo að því búnu bara hulunni af öðru brjóstinu á Janet Jackson sem reyndist vera með eins konar sól á geirvörtunni!!! Ekki nema bara svona 50-100 milljónir að horfa á sjónvarpið þar sem skemmtiatriðin í þessum leikjum eru alveg geðveikt flott. Það nota aldrei eins margir klósett á sama tíma og einmitt þegar hálfleikur er í Super Bowl. Sem sagt hin mesta skemmtan!!!