Það var sko alveg þrusu fótboltaleikur í nótt sem leið. Superbowl XXXVIIII hafði upp á allt að bjóða. Ég vakti til alveg ca. 3 um nóttina og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu 9 sekúndunum þeger New England Patriots skoruðu Field goal og kláruðu leikinn. Staðan var 29-29 en þar sem New England skoraði field goal þá fengu þeir 3 stig og unnu því Carolina Panthers með 3 stigum 32-29. Einnig voru skemmtiatriðin í hálfleik einkar skemmtileg. Mögnuð uppákoma í lok skemmtiatriðanna þegar Justin Timberlake söng "I get you naked by the end of this song" og svipti svo að því búnu bara hulunni af öðru brjóstinu á Janet Jackson sem reyndist vera með eins konar sól á geirvörtunni!!! Ekki nema bara svona 50-100 milljónir að horfa á sjónvarpið þar sem skemmtiatriðin í þessum leikjum eru alveg geðveikt flott. Það nota aldrei eins margir klósett á sama tíma og einmitt þegar hálfleikur er í Super Bowl. Sem sagt hin mesta skemmtan!!!
frá 27.2.2008
Fyrri færslur
- create your own visited country map or write abo...
- Lennon er látinn!!!!Dánarorsök var loftbólusjúkdóm...
- Ég vil óska öllum vinum og ættingjum gleðilegs nýs...
- Jólin eru rosalega mikill drómatími yfirleitt en e...
- Þá er víst komið að því. Ég er staddur hér í ODDA ...
- Það er lítið sem hendir námsmann eins og mig í pró...
- Fyndið að skipta um sprungið dekk á Volkswagen Gol...
- í kjölfar alls þessa kaupréttarmáls þeirra Hreiðar...
- Það er langt síðan ég bloggaði síðast en nú verður...
- Halló. Það var svolítið um að vera um helgina. Við...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim