Það er langt síðan ég bloggaði síðast en nú verður bætt úr því. Margt hefur nú verið brallað og þ.á.m. er ég búinn að skella mér á Megasartónleika, fara í mjög svo viðburðarríka vísindaferð og fara í eitt stykki afmæli hjá honum Shawn Bryant (a.k.a Jón Karlsson).
Megas var náttla góður á sinn hátt. Textar hans eru þvílíkt dýrt kveðnir að það er varla hægt að skilja þá. Þá er nú erfitt að skilja stakt orð þegar þeir eru fluttir af honum sjálfum hehe. Reyndar voru tónleikarnir þeim ókostum gæddir að hann kom alltof seint og var þá allt orðið fullt af djammfólki sem ætlaði sér ekkert á tónleikana, þar sem þeir áttu að vera búnir um hálf ellefu, en Megas átti að hefja raust sína um níuleytið. Þannig að bæði skildi maður ekki orð af því sem hann söng, né heyrði maður ekkert!
Farið var síðastliðinn föstudag í vísindaferð í Fjármálaráðuneytið í boði Ökonomiu og varð þetta ein besta vísindaferð sem farin hefur verið að mati góðra manna. Seinna um kvöldið hittum við Jón Ólafur svo Helga á Brennslunni og fengum okkur í gogginn með honum áður en við fórum svo á Gaukinn þar sem bæði hagfræðinemar og stjórnmálafræðinemar áttust við um Hólmsteininn í árlegri ræðukeppni. Liktir viðureignarinnar urðu þannig að stjórnmálafræðinemar hlutu hólmsteininn eftir mikla baráttu okkar manna. Ýmsar ,,skemmtilegar" uppákomur voru til staðar að keppni lokinni og á meðan keppni stóð en þykir ekki ástæða að fara út í að svo stöddu máli. Síðan einkenndist kvöldið af skákviðureign okkar Rúnars á Grand Rokk og rökræðum á Nelly's um fótbolta örugglega föruneyti okkar til mikilla miska :o)
Á laugardaginn var átti Shawn svo afmæli og varð hann 22 ára. Af því tilefni bauð hann til smá teitis á Café Romance og skemmti ég mér mjög vel það kvöld. Þar var meðal annars tekið lagið á flygil góðan auk þess sem ég hitti hinn mæta mann Arngrím sem var 73 ára og var í hljómsveitinni: Vinabandinu. Arngrímur lék smá dinner þarna um kvöldið. Síðan var farið í bæinn.
Í dag á ég svo afmæli!!!!!! :o)