gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Halló. Það var svolítið um að vera um helgina. Við Kristín fórum í Skorradalinn, nánar tiltekið í sumarbústað sem þau Rúnar og Ólöf systir Kristínar höfðu á leigu yfir helgina. Þetta föstudagskvöld var notað í spjall, Trivial Pursuit og skák. Hljómar kannski neitt spes en þetta var bara stórfínt. Við karlpeningurinn vorum lengur á fótum en þær systur og ákváðum við því að taka þrjár skákir og fóru þær þannig að Rúnar vann með tvo vinninga en ég náði einum. Allan laugardaginn var verið að velta því fyrir sér hvað skyldi gera um kvöldið þar sem úr vöndu var að ráða. Þrír einstaklingar höfðu semsagt boðið okkur í partý. Hvað við Kristín erum vinsæl. Eitt var innflutningspartý hjá Hrafnhildi og Þengli, annað var útskriftarpartý Sverris Hagfræðings (n.b. atvinnulífsfræðings) og það þriðja var afmælið hans Kalla kórdrengs. Við ákváðum að byrja hjá Hrafnhildi og fórum svo þegar líða tók á kvöldið til Sverris ásamt Þengli og Shawn. Hjá Sverri voru svona fyrrum kórfélagar og því gaman að hitta þá. Meiningin var að skella sér svo til Kalla en þar sem kvöldið var ekki lengur ungt, þá náðist það ekki og var því brunað í bæinn á 11, þar sem við vorum nú reyndar ekki lengi. Fékk mér hamborgara fyrir svefninn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim