gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, maí 30, 2003

Ja hérna ég er otur!!!!!!! Þetta er svo mikið ég.

Otter
What Is Your Animal Personality?

brought to you by Quizilla

miðvikudagur, maí 28, 2003

Hver hefur ekki gaman af flottum amerískum drekum? Þeir sem ekki vita um hvað ég er að tala, þá er ég að tala um eðalbíla sem eru orðnir eldri en 25 ára.

Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er sú að nú höfum við Magnús bróðir tekið að okkur safnvörslu í Fornbílasetrinu á Selfossi. Það er opið allar helgar frá klukkan 14.00 - 17.00 og vil ég því nota tækifærið og kynna þetta fyrir öllum þeim sem eiga leið í gegn um minn ástkæra bæ Selfoss. Endilega kíkið. Þarna má sjá eftirsmíði af fyrsta bílnum sem kom til landsins og prófa að lenda í jarðskjálfta upp á 6 á richter sem er svipaður og sá sem reið yfir þann 17. júní 2000, ásamt fleiru.

gemill

þriðjudagur, maí 27, 2003

Eurovision afstaðin og fannst mér vel til takast. Af hverju hafði engum dottið það fyrr í hug að setja lögin svona upp þannig að maður sá í hvaða sæti þau voru? Ef horft er á heildarstigatöfluna sem í þetta sinn var algjör snilld þá má glögglega sjá að bretar fengu ekki neitt stig.... af hverju ekki? Var það vegna þess að lagið var eitthvað lélegt? Sumir segja að frammistaðan hafi ekki verið nægilega góð, þ.e. að lagið hafi verið beinlínis falskt . Ekki held ég að það hafi skipt miklu máli. Meira máli finnst mér pólitísk afstaða landanna skipta! Bretar hafa náttúrulega hlotið miklar óvinsældir vegna þátttöku sinnar í Íraksstríðinu og tel ég það vera eina stærstu ástæðuna fyrir því að þeir fengu ekki stig. Að sama skapi, sigra Tyrkir ekki endilega út af góðu lagi, sem höfðar ekkert sérstaklega til vesturlandabúa, heldur vegna þess að þeir stóðu gegn bandamönnum og neituðu þeim meðal annars um að fara í gegn um lofthelgi landsins þegar mest lét í stríðinu. Þetta meta Evrópubúar mikils. Þó svo að Tyrkir búi út um alla Evrópu, eru þeir samt í miklum minnihluta. Engu að síður var lagið gott en ekki grípandi til að geðjast vesturlandabúum.

Birgitta stóð sig alveg prýðilega að mínu mati og hafði ég spáð henni 7. sæti en hún endaði í 8.-9. sæti sem mér finnst ekki slæmt. Norska lagið var best ef ég hefði fengið að ráða og sömuleiðis var Belgíska lagið með sinn ,,táknmálsmakarena" dans ansi skemmtilegt. Austuríska lagið er glettilega gott og eru greinilega miklir listamenn þar á ferð sem ná að sameina eins konar barnagælu og þungt rokk.

Góðar stundir
hinn djúpt þenkjandi gemill.

miðvikudagur, maí 14, 2003

Úff og já, ég var rosalega leiðinlegur við Kristínu á afmælisdaginn hennar. Gat ekkert sinnt henni á neinn hátt. Endalaust að lesa eitthvað á Bókhlöðunni og bull bara. Reyndar náði ég að eyða með henni og systrum hennar 56 mínútum áður en farið var á Kóræfingu. (Nota bene: Systir hennar átti auðvitað líka afmæli). Gat svo ekkert verið með henni eftir æfinguna heldur :o( út af prófinu í gærmorgun.

En nú birtir til þar sem að í dag erum við búin að vera saman í tvo mánuði. Jibbí. Það verður þá kannski reynt að bæta fyrir misgjörðir mánudagsins. :o)
BÚINN Í PRÓFUM!!!!!!

Já, við Halli og Jón Ólafur vorum sko sammála því að þetta síðasta próf hefði verið erfitt en það sem mestu skipti var að við vorum búnir í prófum :o) . Þannig var að við Halli fórum því bara á Felix og horfðum þar á AC Milan - Inter Milan vel afslappaðir og hressir. Eftir leiknum var svo ÍR - Haukar og við horfðum bara líka á það. Haukar urðu náttla Íslandsmeistarar í Handbolta og held ég að Halli hafi nú ekki verið nógu hress með það. En jæja. Þorri bróðir Halla og einn vinur hans komu svo og þá var farið í Pool á Gauknum. Vorum mjög duglegir að taka leiki. Síðan kom Kristín og spilaði með okkur og að því búnu var haldið heim á leið. Sérdeilis fínt kvell!!!

Hafðu yndislegan dag!

gemill

sunnudagur, maí 11, 2003

Jæja, þá er maður loks kominn á fætur. Var í Samfylkingarpartýi í gær. Skil nú eiginlega ekki hvernig það gat gerst en svo virtist vera að ég væri sá eini sem hafði eitthvað annað um kosningarnar að segja. ALLIR þarna inni voru S-fólk!! Fólkið skellti sér svo bara á Broadway en við Kristín héldum heim á leið. Þar horfði ég á sjónvarpið þar til klukkan 4 og fannst mér allt stefna í að Stjórnin héldi velli og því ákvað ég að fara að leggja mig um það leitið. Reyndar þegar ég fór að sofa var stjórnin bara með +3 þingmenn en bættu svo bara við sig í lokin ef marka má mbl.is. Það hafði maður ekki séð svo glögglega fyrir.

Góðar stundir

gemill

fimmtudagur, maí 08, 2003

Nú, þar sem kosningar eru á næsta laugardag og sumir eru ekki búnir að gera upp hug sinn ennþá hvað skal kjósa, er hægt að fara á Political Compass og taka þar þó nokkuð ítarlegt próf til að sjá hvar maður stendur í pólitíkinni. Niðurstöður prófsins eru birtar á xy-grafi þar sem x-ás er frá vinstri til hægri og y-ás er frá anarkisma og upp í fasisma. Það er því spennandi að sjá hversu öfgafullur pólitíkus þú ert!!!! Njótið vel.
Jæja, prófin að klárast en tölum ekki meira um það. Á sko að vera að læra víst.

Já, hún Krúnka, .... æ já það er víst skrifað Krunka, hefur verið að gera óformlega könnun á því hverjir ætla með í krús kórsins út á land og kemur svo með þessa fínu setningu mína: ,,fimm á mann" en það er alveg staðreynd. Þessir drengir finnst mér vera algjörir aum***** ef þeir ætla ekki að mæta. Helsta ógn þeirra er liðin hjá og nú hafa þeir allan markaðinn út af fyrir sig. Ef marka má Orra frá árshátíðinni þá eru drengirnir gagngert komnir í kórinn til að höztla kórstúlkur og hvernig væri þá fyrir þessa fáu að sýna andann í verki og mæta!

Ég veit að eins og staðan er í dag, þá er þetta aukinn ábati fyrir hvern og einn, en taka skal fram að nýtingin verður hálfslöpp. Því verður miklu meiri heildarábati ef sem flestir gætu nú ,,drullað" sér með og haft samband við Bigga formann hið snarasta.

Þetta er því áskorun. Ég líð náttúrulega ekki liðhlaup í minni rödd, hér verður áfram einræði við völd þar til að minnsta kosti fram að aðalfundi.

Góðar stundir

gemill