Eurovision afstaðin og fannst mér vel til takast. Af hverju hafði engum dottið það fyrr í hug að setja lögin svona upp þannig að maður sá í hvaða sæti þau voru? Ef horft er á heildarstigatöfluna sem í þetta sinn var algjör snilld þá má glögglega sjá að bretar fengu ekki neitt stig.... af hverju ekki? Var það vegna þess að lagið var eitthvað lélegt? Sumir segja að frammistaðan hafi ekki verið nægilega góð, þ.e. að lagið hafi verið beinlínis falskt . Ekki held ég að það hafi skipt miklu máli. Meira máli finnst mér pólitísk afstaða landanna skipta! Bretar hafa náttúrulega hlotið miklar óvinsældir vegna þátttöku sinnar í Íraksstríðinu og tel ég það vera eina stærstu ástæðuna fyrir því að þeir fengu ekki stig. Að sama skapi, sigra Tyrkir ekki endilega út af góðu lagi, sem höfðar ekkert sérstaklega til vesturlandabúa, heldur vegna þess að þeir stóðu gegn bandamönnum og neituðu þeim meðal annars um að fara í gegn um lofthelgi landsins þegar mest lét í stríðinu. Þetta meta Evrópubúar mikils. Þó svo að Tyrkir búi út um alla Evrópu, eru þeir samt í miklum minnihluta. Engu að síður var lagið gott en ekki grípandi til að geðjast vesturlandabúum.
Birgitta stóð sig alveg prýðilega að mínu mati og hafði ég spáð henni 7. sæti en hún endaði í 8.-9. sæti sem mér finnst ekki slæmt. Norska lagið var best ef ég hefði fengið að ráða og sömuleiðis var Belgíska lagið með sinn ,,táknmálsmakarena" dans ansi skemmtilegt. Austuríska lagið er glettilega gott og eru greinilega miklir listamenn þar á ferð sem ná að sameina eins konar barnagælu og þungt rokk.
Góðar stundir
hinn djúpt þenkjandi gemill.
Birgitta stóð sig alveg prýðilega að mínu mati og hafði ég spáð henni 7. sæti en hún endaði í 8.-9. sæti sem mér finnst ekki slæmt. Norska lagið var best ef ég hefði fengið að ráða og sömuleiðis var Belgíska lagið með sinn ,,táknmálsmakarena" dans ansi skemmtilegt. Austuríska lagið er glettilega gott og eru greinilega miklir listamenn þar á ferð sem ná að sameina eins konar barnagælu og þungt rokk.
Góðar stundir
hinn djúpt þenkjandi gemill.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim