gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, júlí 20, 2007

Hið fornfræga band...

Það er nú ekki á hverjum degi sem maður bloggar og ekki á hverjum degi sem Blásýra kemur saman og hvað þá í sinni upprunalegu mynd! En hvort tveggja gerist í dag og kvöld. Ég er náttúrulega að blogga núna en í kvöld stígur Blásýra á stokk eftir langa bið. Það mun reyndar vera í brúðkaupsveislu sem er lokað hóf þannig að færri komast að en vilja hehe.

Við Blásýruliðar lofum hins vegar hrikalegu stuði í veislunni og vonum að brúðhjónin sem og fjölskyldur þeirra eigi ánægjulegan dag. Ég vil því nota tækifærið og óska Telmu, Kalla og Brynhildi litlu til hamingju með þennan merkisdag!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim