Að brjálast...
Ég byrja nú yfirleitt daginn á því að líta á einn fjölsóttasta vef landsins, mbl.is. Þar eru misjafnar fréttir eftir góðmetinu sem boðið er upp á hverju sinni, en það er líka hálf spaugilegt að lesa sumar þessara fyrirsagna yfir sumartímann. Nú síðast var ég að lesa fyrirsögnina:
"Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu"
Þetta er skondin fyrirsögn vegna þess að þarna er notast við hina skemmtilegu sögn "að brjálast". Ég man eiginlega ekki eftir því að hafa séð þetta áður á prenti á fréttamiðli. Kannski er það vegna þess að sögnin lýsir svo sterkum viðbrögðum Ferrari-manna sem í raun og veru urðu brjálaðir vegna þessa úrskurðar.
Yfirleitt væri þetta sett upp líkt og:
"Ferrari bregst harðlega við ..."
Næst skrifa ég svona blogg þegar ég sé fyrirsögn þar sem menn eru "að missa sig" yfir einhverju eða "verða geðveikir " á einhverju sem þeim er misboðið.
Ég byrja nú yfirleitt daginn á því að líta á einn fjölsóttasta vef landsins, mbl.is. Þar eru misjafnar fréttir eftir góðmetinu sem boðið er upp á hverju sinni, en það er líka hálf spaugilegt að lesa sumar þessara fyrirsagna yfir sumartímann. Nú síðast var ég að lesa fyrirsögnina:
"Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu"
Þetta er skondin fyrirsögn vegna þess að þarna er notast við hina skemmtilegu sögn "að brjálast". Ég man eiginlega ekki eftir því að hafa séð þetta áður á prenti á fréttamiðli. Kannski er það vegna þess að sögnin lýsir svo sterkum viðbrögðum Ferrari-manna sem í raun og veru urðu brjálaðir vegna þessa úrskurðar.
Yfirleitt væri þetta sett upp líkt og:
"Ferrari bregst harðlega við ..."
Næst skrifa ég svona blogg þegar ég sé fyrirsögn þar sem menn eru "að missa sig" yfir einhverju eða "verða geðveikir " á einhverju sem þeim er misboðið.