gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Setti inn slóð að gamla mblogginu mínu. Hér er það, það er bara verst hversu margar myndirnar eru óskýrar. Enda tók ég þær allar á gamla Sony Ericsson símann minn í fyrra.

Annars er ég búinn að fara í Litla-Brún þetta árið. Hann var algjört æði. Besta veður sem ég man eftir í Þrastalundi í þau fjögur skipti sem ég hef farið í Litla-Brún.

Síðan er verslunarmannahelgin framundan og enn verið að reyna að ákveða hvert maður heldur. Mér sýnist ætla að rigna alls staðar á landinu og svo er ekkert víst hvort maður komist út úr bænum þar sem atvinnubílstjórar hafa hótað því að leggja vegartálma á fjölförnum slóðum til að mótmæla auknu gjaldi á díselolíu. Satt best að segja finnst mér eðlilegt að svona hækkanir verði þegar þungaskatti er aflétt. Annars veit ég ekki nógu mikið um málið. Mönnum er alla vega heitt í hamsi og tók ég best eftir því þegar ég nefndi þetta við pabba um daginn. (En hann er einmitt atvinnubílstjóri).

Það lítur annars út fyrir að Blásýra sé að ná þéttleika þessa dagana. Höfum verið að æfa nokkuð vel upp á síðkastið og ætlum að stefna á næsta gigg þann 27. ágúst nk. í afmæli Birnu litlu. Það verður reyndar erfitt að æfa næstu daga þar sem Gísli (trommuleikari) er að fara utan í dag og verður ekki liðtækur fyrr en 13. ágúst að ég held. Annars kom bara upp sú hugmynd hjá okkur í gærkvöldi að nota bara trommugervil hehe.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Það er ýmislegt sem maður rekst á þegar maður er að vafra á netinu. Var eiginlega að leita mér að einhverju góðu tónlistarforriti til að tengja Rolandinn minn við til að eiga möguleika á að spila í gegnum forritið. En þá rakst ég á þessa gömlu félaga. Hver man ekki eftir klaufabárðunum? Svo heita þeir bara Patti og Matti. Ekki hafði ég Guðmund um það. En annars, ef einhver veit um góð tónlistarforrit sem mögulega geta gert það sem ég nefndi áðan, þá væru upplýsingar vel þegnar. Ég kannast bara við Band in a Box, Finale og GarageBand (Mac forrit) en ég veit ekki hvort þau geti gert þetta sem ég nefndi.

föstudagur, júlí 08, 2005

Mikil ótíðindi frá Bretlandi.

Ég vona að þessir atburðir verði til þess að þjóðir heims verði sterkari í samkennd sinni hver til annarar. Það þýðir alls ekki að ala þetta á hatri til neins. Bjóða hinn vangann!!!

...En að öðru. Ég held að fólk sé að fara í allar áttir nú um helgina. Sigga var að bjóða á írska daga á skaganum, Ýrr fer í Þjórsárdal og Þengill í Þórsmörk. Ég sem var að vona að það yrði stemning að skella sér á skagann.
Annars er stefnan sett á tónleikinn Bítl í Loftkastalanum í kvöld. Get ekki verið frægur fyrir að vera mikill bítlaaðdáandi og ekki farið á Bítl!