Það er ýmislegt sem maður rekst á þegar maður er að vafra á netinu. Var eiginlega að leita mér að einhverju góðu tónlistarforriti til að tengja Rolandinn minn við til að eiga möguleika á að spila í gegnum forritið. En þá rakst ég á þessa gömlu félaga. Hver man ekki eftir klaufabárðunum? Svo heita þeir bara Patti og Matti. Ekki hafði ég Guðmund um það. En annars, ef einhver veit um góð tónlistarforrit sem mögulega geta gert það sem ég nefndi áðan, þá væru upplýsingar vel þegnar. Ég kannast bara við Band in a Box, Finale og GarageBand (Mac forrit) en ég veit ekki hvort þau geti gert þetta sem ég nefndi.
frá 27.2.2008
Fyrri færslur
- Mikil ótíðindi frá Bretlandi. Ég vona að þessir at...
- Ég ákvað að setja tvo linka sem fjalla um víngerð ...
- Ég er nú nokkuð ánægður með að það líði ekki nema ...
- Eins og margir sem hafa tekið quiz testið mitt sjá...
- Ég varð bara að tékka á þessu Quiz testi sem allir...
- Mættur til vinnu eftir enn eina frábæru helgina. L...
- Sit hér á Peder Hvitfeldts stræde þar sem Einar og...
- Langt er orðið á milli vefbókana. En frá og með gæ...
- Ég er í vinnunni núna. En byrjaði daginn á því að ...
- Jæja, nú er liðinn of langur tími síðan ég bloggað...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim