gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Hehe, ég er Travis!!!





Which British Band Are You?

Nú liggja danir í því. Altenatorinn ónýtur í bílnum mínum. Þessu þurfti ég sko á að halda einmitt núna. Fór því með bílinn á bifreiðaverkstæði hér í bæ og tjáðu þeir mér að viðgerð kynni að kosta mig um 15.000.- kall. Í svona altenatora þarf oftar en ekki að skipta bara um kol sem hafa eyðst upp á líftíma bílsins. Nú jæja. Þeir gerðu þetta fyrir mig en komu bílnum þrátt fyrir það ekki í gang. Þá komust þeir að því að startarinn væri bilaður líka og segulrofinn væri ónýtur. Því þurfti að fara með draslið til Rafiðnaðarmeistara svo hægt yrði að laga þetta og mæla spennuna í rafkerfinu. Það sem fyrst átti að kosta mig lítinn 15.000.- kall er nú komið upp í 50.000.- kall !!! Bíllinn á að vera tilbúinn í kvöld en hvað veit ég nema þeir poti einhverri annarri athugasemd að? Þá verður nú kostnaðurinn af þessari viðgerð kominn yfir verð bílsins!

Það er því fátækleg verslunarmannahelgi framundan hjá mér!!!

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Mikið var Litla-Brúnsferðin skemmtileg um síðustu helgi. Eitthvað var nú keppnisharkan mikil í spurningakeppninni okkar Kristínar. Fólk var einfaldlega brútal. Liðsheildin skipti greinilega engu máli. Sást það best á því að liðið ,,The Hillbillys" fór með sigur af hólmi. Það sem er sérstakt við þetta var það að Erna var ein í þessu liði og tók hún trylltan dans að hætti þeirra Hillbillys manna þegar sigur var í höfn.

Ég tók nokkrar myndir úr þessari ferð og má sjá þær hér undir þessari slóð:
MYNDIR ÚR LITLA-BRÚN2004.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Það er kominn tími til að uppfæra heimskortið!





create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Á sunnudaginn var alveg ótrúlegur happadagur í lífi mínu. Eftir vel heppnaða útileguferð í Húsafell um síðustu helgi var heimför á sunnudag. ýmislegt gekk á í ferð þessari, þar sem m.a. var skápur lagður í rúst!!! En þetta fór ekki eins illa og á horfðist. En ég var byrjaður að tala um 4. júlí sem er víst þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Við Gauti ákváðum að horfa á úrslitaleikinn í EM og þótti okkur hann frekar dapur framan af en eitthvað lagaðist hann í seinni hálfleik. M.a. hljóp stuðningsmaður Barca inn á undir lokin og grýtti fána Barca í Figo. Skýr skilaboð það. Eftir leikinnn datt okkur í hug að skella okkur bara út í Grafarholt í Egilshöllina og hlusta á Metallica fyrir utan. Eitthvað vorum við farnir að þyrsta í þungarokk og langaði að sjálfsögðu inn, en engir voru miðarnir í hliðinu enda uppselt. Við fórum því bara á markaðstorgið sem að sjálfsögðu hafði myndast fyrir utan höllina og fljótlega náði ég að redda mér miða fyrir 3.000 kall! Síðan var bara að finna miða handa Gauta. Ekki var mikið framboð af miðum svo þetta gekk erfiðlega og rétt fyrir tíu vorum við farnir að vera úrkula vonar að finna miða. Ég brá því á það ráð að bjóða minn miða falann til sölu og hitti ég þar tvo unga menn (köllum þá A og B). Fyrsta boð var 6.000 frá A. Fljótlega heyrðist 8.000 frá B, síðan 9.000 frá A og svo 10.000 frá B. Þá fannst A nóg um og taldi sig ekki hafa svo mikið fé á höndum, en rétt áður en ég lét miðann af hendi til B heyrðist frá A 10.500. Ekki leið löng stund þar til B bauð 11.000 kall í miðann og skaut því A út úr uppboðinu. Ég fór því 8.000 krónum ríkari með Gauta á gamla staðínn fyrir utan og hlustaði á Metal án þess að sjá neitt.


Ef þér lesandi góður finnst þetta vera mikil gæfa að þá átti eitt annað mjög svo gæfulegt eftir að gerast rétt fyrir ellefu. Þarna stóðum við báðir og húktum á girðingunni ásamt ca. 200 manns. Þá komu að okkur þrjár manneskjur og spurðu okkur hvort okkur vantaði miða og við játtum því. Haldiði þá ekki bara að einn drengurinn hafi ekki gefið okkur TVO miða!!! Þar með vorum við komnir inn á tónleikana og náðum allra bestu lögunum, Nothing else matters, Enter Sandman, Kill'em all, Sad but true o.fl. Metallica hafði verið að spila slatta af nýjustu plötunni sem kom út í fyrra. Við höfðum því mikið gaman af. Sérdeilis prýðilegt eins og maðurinn sagði.