Nú liggja danir í því. Altenatorinn ónýtur í bílnum mínum. Þessu þurfti ég sko á að halda einmitt núna. Fór því með bílinn á bifreiðaverkstæði hér í bæ og tjáðu þeir mér að viðgerð kynni að kosta mig um 15.000.- kall. Í svona altenatora þarf oftar en ekki að skipta bara um kol sem hafa eyðst upp á líftíma bílsins. Nú jæja. Þeir gerðu þetta fyrir mig en komu bílnum þrátt fyrir það ekki í gang. Þá komust þeir að því að startarinn væri bilaður líka og segulrofinn væri ónýtur. Því þurfti að fara með draslið til Rafiðnaðarmeistara svo hægt yrði að laga þetta og mæla spennuna í rafkerfinu. Það sem fyrst átti að kosta mig lítinn 15.000.- kall er nú komið upp í 50.000.- kall !!! Bíllinn á að vera tilbúinn í kvöld en hvað veit ég nema þeir poti einhverri annarri athugasemd að? Þá verður nú kostnaðurinn af þessari viðgerð kominn yfir verð bílsins!
Það er því fátækleg verslunarmannahelgi framundan hjá mér!!!
Það er því fátækleg verslunarmannahelgi framundan hjá mér!!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim