Gleðilegan salernisdag!!!
Í tilefni dagsins ákváðum við Kristín að taka stóra símann í gegn, enda dagur klósettsins í dag. Á þessum degi á að bera virðingu fyrir þessu þarfaþingi sem klósettið er. Fólk á líka að hugsa vel til klósettsins, því án þjónustu þess væri ekki gaman að búa í hinum siðmenntaða heimi, (ég er reyndar ekki viss um að heimurinn sem við þekkjum væri neitt svakalega siðmenntaður ef allt væri fullt af "afköstum" okkar úti um allt) :o). "Afköst" hafa jú aukist hreint GRÍÐARLEGA frá tímum iðnbyltingar og megum við því þakka fyrir að Thomas Crapper fann fyrirbærið "Flush Toilet" ( ...eins og það heitir á engilsaxnesku) upp í kringum 1860. Það má því segja að upp frá þeim degi hafi menn, ja... alla vega ekki "SKÍT"tapað fyrir páfanum í skák. :o)
Klósett er ekki bara þetta merkilega fyrirbæri sem "flestir" nota a.m.k. einu sinni á dag, heldur má ekki gleyma þeirri staðreynd að klósettvæðing er mikilvæg fyrir þróunarstig þjóða eins og Yu Debin framkvæmdastjóri Alþjóðlegu salernisráðstefnunnar í Peking orðar það.
Hinni miklu þróun má lýsa með því að mörg störf hafa skapast í kringum klósett. Pípulagningar umbyltust á sínum tíma, nú og klósettköfun varð algeng skemmtan meðal fólks. Það er einnig hægt að spá til um byggingatíðni húsnæðis með því að skoða hversu mikið er pantað af klósettum hjá framleiðendum og síðast en ekki síst urðu ræstitæknar vellauðugir og hafa verið nokkuð vel stæðir síðan á tímum Crappers.
Nítjándi dagur nóvembermánaðar er dagur klósettsins og ber að halda upp á hann. Næst er þú lesandi góður gengur til hægða, þá skaltu minnast þessarar umbyltingar og mundu svo að sturta niður!!!
Best er að enda þetta á eftirfarandi kviðlingi:
Hér er ró og hér er friður,
hér er gott að setjast niður.
Hvíla sína þungu þanka,
þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og manna siður,
að standa upp og sturta niður.