gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, október 26, 2005

Þá er þetta líka frábæra djamm síðustu helgar að lokum komið. Mitt síðasta með kórnum a.m.k. í bili. (Ég vona að ég þurfi aldrei að segja mitt síðasta, a.m.k. ekki þegar kórinn MINN á í hlut, aftur.) Ég skemmti mér svoleiðis þvílíkt vel á Dubliners og fannst mér GAUINN 2005 heppnast alveg glimrandi. Vona að gömlu kallarnir á Einari Ben hafi einnig skemmt sér hehe.

Í gærmorgun lagði ég hins vegar af stað til Kóngsins Köbenhavn (borgarinnar við sundið eða jafnvel borgar heilags Absalons), Það var rigning er ég lenti. Reyndi að læra í flugvélinni en eftir tvo vodka gerðist það heldur erfitt. Í staðinn fór ég bara að blaðra við einhverja júgóslavneska stelpu sem sat við hlið mér.

Þegar ég steig út úr leigubílnum í götunni sem kennd er við Mitt sund, tók á móti mér hún elskan mín, ástin mín, Kristín!!! og tókust með okkur ástir ... ehemm fagnaðarfundir miklir úti á gangstétt, gleymdi næstum því að borga leigubílsstjóranum fyrir farið.

En framundan er mikill lærdómur og var ég til að mynda einn í allan dag hér heima á Mysundegade og lærði. Nokkuð duglegur ha?! Gaf mér þó tíma í morgun til að fara með æskufélaga mínum á Nyhavn og fá mér einn öl með honum. Góður árbítur það!