gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, apríl 29, 2005

Eins og margir sem hafa tekið quiz testið mitt sjá, þá eru sumar spurningarnar svolítið sérhæfðar og álitsbyggðar svo þær eru snúnar þeim semm ekki þekkja til. Þið verðið að fyrirgefa það. Þannig að ég myndi segja að svar upp á 60 sé mjög góður árangur.
Bandý á hug minn allan þessa dagana. Sennilega ein af mjög fáum íþróttum sem ég get eitthvað í en ég er þó betri í lyftingum þ.e. glasalyftingum. :)

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ég varð bara að tékka á þessu Quiz testi sem allir eru með. Nú hef ég gert eitt slíkt og má nálgast það hérna: og svo má sjá þá hæstu hérna í meðfylgjandi töflu!
Nú svo erum við Kristín búin að fá íbúð í Köben. Íbúðin er við Mýs undir götu 24 þar í bæ. En á frummálinu heitir gatan Mysundergade víst. Virðist hin þokkalegasta íbúð á að líta miðað við myndir sem ég hefi séð af henni. Ekki stór, heilir 35 fermetrar í það heila. En á það ekki að duga þegar maður er í Kóngsins Köbenhavn?