gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, ágúst 15, 2008

Að mótmæla...

Stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi, hún Regína, benti mér á nýtt átak samtakanna: "Say NO to Violence against Women“ fyrir skemmstu og sagði að á netinu stæði nú yfir undirskriftarsöfnun þessu málefni til stuðnings. Þar er fólk s.s. hvatt til að mótmæla ofbeldi gagnvart konum. Ég var ekki lengi að koma mínu nafni á þennan lista, þar sem ég mótmæli ofbeldi gegn konum og eiginlega bara öllu ofbeldi, sama hver á í hlut.

Engu að síður var Regína nokkuð svekkt með eina hlið af kynningu málefnisins. Þannig var að dagurinn í gær hafði verið ákveðinn í (að ég held) júní eða jafnvel fyrr sem upphafsdagur átaksins. Úr því varð einmitt og var Regína á fullu að vinna að kynningu þess í gærdag.

Það sem hins vegar leiddi til þessa svekkelsis hennar vegna kynningarinnar var að næstum enginn fulltrúi fjölmiðla mætti á fundinn og var sú ályktun dregin í kjölfarið að flestir blaða- og sjónvarpsmenn væru staddir í Ráðhúsi Reykjavíkur að fylgjast með fjögurra hauskúpu leikriti þar á bæ.

Svona hitti þetta á því miður. Ég vil því að lokum enda þessa bloggfærslu á að mótmæla einnig ofbeldi á borgarbúum. Ég kalla í raun það sem fer fram þarna í borginni ekkert annað en hreint og klárt ofbeldi líka. En þessu vilja fjölmiðlar koma til skila frekar en hinu málefninu sem er nú öllu mikilvægara að mínu mati.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim