gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

föstudagur, ágúst 15, 2008

LOTTÓ...

Jæja, mér skilst að nú verði fyrsti vinningur í LOTTÓinu sjöfaldur á morgun. Heyrst hefur að hann nálgist 65 milljónir króna. Drjúg upphæð það. Hægt er að láta sig dreyma um að eiga þessa upphæð, borga upp húsið sitt, kaupa draumabílinn, fara í ærlegt ferðalag o.s.frv. en er þetta svo fjarlægur draumur? Kannski ekki. Lítum aðeins á þetta mál.

Gefum okkur að gamni að fyrsti vinningur fari upp í kannski 70 milljónir króna (þó að líklegt sé að þau hjá Íslenskri Getspá stoppi nú í 65 millljónum króna). En engu að síður, höldum okkur við 70 milljóna dæmið. Mér reiknast til að hægt sé að mynda 658.008 fimm talna raðir úr þessum 40 tölum sem kastast um í LOTTÓ vélinni í formi kúlna. Þetta þýðir að til að við séum alveg 100% örugg um að vinna fyrsta vinning, þá þyrftum við að reiða fram 658.008 x 100 = 65.800.800 krónur (s.s. rúmar 65 milljónir króna). Ef fyrsti vinningur verður svo 70 milljónir króna þá högnumst við um 70 - 65,8 = 4,2 milljónir króna á þessu.

Útfrá þessu sést að þau hjá Íslenskri Getspá munu aldrei fara með fyrsta vinning hærra en í 65,8 milljónir króna því þá gengur vinningurinn pottþétt út og tap verður af LOTTÓinu. Reyndar er ekki víst að neinn vilji taka slíka áhættu að kaupa upp allar raðirnar því það eru alltaf a.m.k. 1/658.008 líkur á að einhver annar vinni fyrsta vinning á móti og leiði því til hrikalegs taps þess sem keypti allar raðirnar.

En engu að síður, þá er nú loks að verða hagkvæmt að kaupa sér miða í LOTTÓi þó það sé nú ekki nema ein röð. Vænt vinningsupphæð er nú m.v. 65 milljóna króna fyrsta vinning: -1,22 krónur á röð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim