gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, mars 25, 2008

Eina vitið...

Seðlabankinn var í morgun að hækka vexti sína um 1,25 prósentur og fara því nafnvextir upp í 15%. Það er greinilegt að bankanum er alvara, enda er það eina vitið þó erfitt sé að una við. Enda hvá margir og spyrja hvers vegna bankinn hafi ekki lækkað vextina eins og t.d. Feddinn Bandaríski gerði nú í mars. Það er nú reyndar ekki alveg eftir bókinni að vera að lækka vexti núna.

Ein skýring á þessari djörfu lækkun Feddsins er kannski sú að fyrri hluta stjórnartíma Volckers var bankinn að berjast við verðbólguvæntingar og verðbólgu sem fóru úr hófi. Þá var vaxtastigið mjög hátt í byrjun níunda áratugarins og allt fram til loka áratugarins. Þetta var leiðin til að ná að stöðva hinar háu verðbólguvæntingar og þar með trúverðugleika því allan tíunda áratuginn og fram til dagsins í dag hefur verðbólga verið lítil á meðan stýrivextir hafa verið þokkalega lágir einnig. Því getur Seðalabanki Bandaríkjanna leyft sér lækkun vaxta nú þar sem þeir hafa náð mjög góðum tökum á verðbólguvæntingum og tyrggt þannig trúverðugleika á peningastefnu sinni. Þetta er það sem SBÍ þarf að ná fram einnig.

Þar sem ESB aðild og þar með evruaðild leysir ekki vandann okkar (þar sem stýrivextir Evrópska seðlabankans eru alltof lágir fyrir okkur og kynda þar með undir verðbólguvæntingar mun meira), þá er aðhaldssemi Seðlabanka Íslands eitthvað sem ég held að geti mun skilvirkar unnið bug á verðbólgu og þar með skapað verðstöðugleika hér á landi til langframa. Það er eina vitið!

3 Ummæli:

  • Þann 5:22 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    En hvað gera menn með svona tappa ?

    http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/01/vildi_gera_island_gjaldthrota/

     
  • Þann 5:23 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/01/vildi_gera_island_gjaldthrota/

     
  • Þann 5:23 e.h. , Blogger Þórir Hrafn sagði...

    http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/
    2008/04/01/vildi_gera_island_gjaldthrota/

    slóðin vildi ekki koma í einni línu :P

     

Skrifa ummæli

<< Heim