gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Treysta íslendingar krónunni ekkert!!!

Hvað er það sem fær íslensk heimili svo mikið til að verða háð efnahagsástandi Evrópulanda, Japans og Sviss t.a.m. Af hverju er það svona rosalega miklu betra en að treysta bara íslensku krónunni með loðnunni, síldinni og hinum fiskunum á?

Nú hefur færst í vöxt að fólk fresti fjárfestingum sínum sem er vel en mig rekur samt í rogastans þegar ég heyri að mikil aukning hafi verið í lántöku í erlendri mynt að húsnæðislánum undanskildum. Ég get ímyndað mér að þarna séu menn að festa kaup á enn einum Land Cruisernum eða Range Rovernum eða einhverri annarri varanlegri neysluvörunni.

Er íslendingum þá alveg sama um hvernig fyrir þeim er komið? Með slíkri áhættufjárfestingu sem varanlegar neysluvörur eru oft á tíðum, er bara verið að leggja kyndla á bálið heima fyrir og einungis verið að skapa viðvarandi kreppuástand með háum vöxtum.

Þess vegna segi ég. Treystum krónunni eitthvað smá. Eina leiðin til að ná tökum á okkar vandræðum er að kæla okkur aðeins niður (fá okkur notaðan bíl ef það er nauðsynlegt) og ef nauðsynlega þarf að taka lán, þá í íslensku krónunni, því vextirnir verða bara háir á meðan við hegðum okkur á hinn veginn.

En burtséð frá þessu öllu, þá er komið svar við 5. umferð Gúgglileiksins. Svarið var Eric Clapton og var Þórir á ferðinni fyrstur með svarið. (Sorrý Pálína þótt þú hafir einnig komið með lagið alveg hárrétt). Þórir hlýtur þá 4 stig og skýtur sér upp úr botnsætinu í toppsætið. (Kem mynd ekki inn sem stendur).

Staðan eftir 5 umferðir:

1. Þórir Hrafn 6 stig
2. Bidda 5 stig
3.-4. Jón Sigurður 3 stig
3.-4. Hákon 3 stig

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim