gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, mars 12, 2008

Dagar líða hratt en verkin vinnast hægt...

Það er alveg ótrúlegt hvað það getur verið erfitt að halda sér við efnið þegar maður er að byrja að skrifa ritgerð. Já, ég er ennþá í þessu "byrja"mómenti. Það hefur ekki stafur komist á blað ennþá, enda er ég að kafa í gögnum frá hinum og þessum aðilum. Ætli maður geti ekki sagt að vinnan sé meira en byrjuð en það er einhvern veginn ekki þannig í huga mér núna.

Við Kristín höfum nú fjárfest í forláta barnastól á hjólið sem verður vafalaust bylting þegar kemur að því að fara með Emilíu á leikskólann. Einnig fengum við flottan stelpuhjálm gefins frá Gunnhildi og Sigga og viljum við senda þeim þakkir fyrir.

Fjölskyldan ætlar svo að skella sér á klakann yfir páskana og fara í leiðinni í níræðisafmæli afa og brúðkaupsveislu Önnu og Hákons. Þetta verður ábyggilega það sem maður þarf. Þó mig hafi langað á Bítlatónleikana sem verða á laugardag fyrir páska, þá er nú ekki alveg hægt að leyfa sér allt, það er nú bara þannig. Verð að láta mér lynda Sgt. Pepper's plötuna í græjunum.

Þegar við komum svo aftur til Köben, verð ég að fara að skrifa undir samninginn og hefja aðalrannsóknina mína sem felst í lánahlið peningastefnunnar.
Ætli ég reyni nú ekki að drífa af eitt meil á leiðbeinandann minn eftir forrannsóknir mínar og sjái hvort ég geti notað eitthvað af því sem ég hef verið að pæla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim