gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, október 26, 2008

Ritgerðin...

Jæja, þá fer þetta nú að síga á seinni hlutann. Það er að vísu langt síðan ég skrifaði einhverjar fréttir af sjálfum mér, þar sem ég hef verið alltof duglegur að bölsótast yfir hvernig ástandið í krónumálum er og á að vera í mínum huga, en nú ætla ég að vera með fréttir.

Ég man ekki hvort ég hafi verið yfirleitt búinn að geta þess hérna á síðunni að ég er að skrifa mastersritgerð og hef verið að því meira og minna allt þetta ár. Henni á ég að skila 15. nóvember nk. og eru því ekki nema um 21 dagur til stefnu. Ritgerðin er hins vegar komin í fínan farveg, allt virðist stefna í að ég klári textaskrifin fyrir lok októbermánaðar og komi því öllu til prófarkarlesara. Þá verður unnið að inngangi og niðurstöðum á meðan.

En ég er farinn að hlakka rosalega til að klára þetta. Ætla mér að gera mér einhvern dagamun þann 15. nóv., enda laugardagur þá. Svo er vörn vonandi í desember og þá ætti ég að ná að útskrifast fyrir jól, það væri alveg snilld.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim