gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

þriðjudagur, október 28, 2008

Lánið komið í hús og hæsta stýrivaxtastig frá upphafi verðbólgumarkmiðs...

Já, lánið komið í hús. og loks komið að því að stýrivextir hafa verið hækkaðir í 18%. Enda finnst mér að nú megi fara að gæta meira aðhalds en gert hefur verið, á þeim hrikalega erfiðum tímum verðbólgu og hríðlækkandi gengis sem nú er.

Ekkert annað var í stöðunni núna. Ekki er unnt að lækka vextina, það er ljóst, (ég skildi nú aldrei alveg þessa miklu lækkun um daginn, hún var að minnsta kosti alltof mikil). Ekki má gleyma því að þó að stýrivextir á Íslandi séu með því hæsta sem þekkist í heiminum, þá eru raunstýrivextir ekki nema 2,1 %. Það eru alþjóðlega mjög lágir raunstýrivextir og ekki miklar líkur á að þeir dugi til að ná verðbólgunni niður og genginu upp. Þann 6. nóvember nk. geri ég því ráð fyrir feitri hækkun til viðbótar. Það væri að minnsta kosti ekki ósennilegt.

Eitt verður að passa. Raunstýrivextir mega alls ekki vera neikvæðir, því þá er hætt við því að innistæður landsmanna rýrni og ekki skapar það mikið traust á gjaldmiðilinn og peningastefnuna.

Eins og ég hef margoft sagt. Þá er aðhaldssöm peningastefna það sem mun koma okkur íslendingum út úr feni verðbólgu og gengishruns. Aðhaldssemin mun að lokum kitla einhverja áhættufjárfesta í að fjárfesta heima á fróni. Höldum bara ró okkar. Eyðum ekki um efni fram, enda eigum við ekki fyrir því. Minnkum bara við okkur, við þurfum ekki ALLT. Þetta mun taka smá tíma, eitt, til eitt og hálft ár, en peningastefnu Seðlabankans sem beitt er skynsamlega (með vitorði hagfræðinga IMF) mun takast ætlunarverk sitt.

8 Ummæli:

  • Þann 1:11 e.h. , Blogger �engill sagði...

    Já einmitt, hækkum stýrivexti svo að öll fyrirtæki í landinu fari örugglega á hausin og atvinnuleysi verður gríðarlegt. Ég er eimitt að missa vinnuna t.d útaf hækkun á stýrivöxtum. Fyrirtækið þarf að borga langt yfir 20% vexti útaf því. Og þó að fyrirtæki segi upp einum manni sem kostar 5millur á ári, dugar það ekki til að borga þessa viðbót af vaxtagreiðslum.
    Allar þjóðir í kringum okkur lækka stýrivexti til að koma í veg fyrir átvinnuleysi, en nei ekki þessi fokking hálfvitar í stjórn Seðlabankans. Það ætti að skjóta þá á færi.
    Það getur vel verið að ég sé svona vitlaus að ég skilji ekki þetta vaxtakjaftæði (meira að segja mjög líklegt). En ég hef þetta bara frá fólkinu sem ég umgengst á hverjum degi. Bæði ríkir og fátækir.
    Og hana nú!!!!

     
  • Þann 7:00 f.h. , Blogger Jon Olafur sagði...

    Það er auðvelt að skella skuldinni á stýrivaxtahækkun, enda held ég að flest fyrirtækin séu að því.
    Þær "hópuppsagnir" sem hafa verið í gangi hingað til byggjast á allt öðru en stýrivaxtahækkuninni, t.d. offjárfestingum fyrirtækja á undanförnum árum. Smá vaxtabreyting og veiking krónunnar er eingöngu of dýrkeypt fyrir fyrirtækin sem hafa fjárfest út frá því að vextir muni ekki hækka og að "góðærið" myndi halda áfram.
    Það trend sem hefur verið í gangi heima síðan um mitt síðasta ár er akkúrat það sama og gerðist í Asíu fyrir um 10 árum, spákaupmennskan rústaði kefinu.

    Ég vona samt að þú finnir vinnu fljótlega, Þengill :)

     
  • Þann 5:24 e.h. , Blogger gemill sagði...

    Já, mig tekur það sárt að þú hafir misst vinnuna. Þetta er ófremdarástand.

    Hins vegar, er markaðurinn dálítið skammsýnn og því getur stýrivaxtahækkun verið mjög óvinsæl aðgerð (hún á reyndar alls ekki að vera neitt rosalega vinsæl). Þessu tæki, stýrivöxtunum hefur verið beitt af mikilli linkynd síðustu árin og eiginlega bara mjög illa. Það átti náttúrulega að hækka þá strax í ágúst 2004, þegar þeir voru í lægsta gildi sínu. Það hefði drepið lánaþensluna í fæðingu.

    Nú, er stýrivaxtahækkun beitt vegna lágs gengis. Vonir eru um að hún geti laðað að erlenda fjárfesta sem svo geta leitt til styrkingar krónunnar. Aðrar þjóðir hafa efni á að lækka, þar sem verðbólgan er ekki að naga veski fólks eins mikið. Það má ekki gleyma því að á Íslandi eru einhverjir lægstu raunstýrivextir í heiminum.

    Með of lágu raunstýrivaxtastigi, er ekki hægt að lokka fjármuni á "eðlilegan" máta.

    Það er alltaf tradeoff milli verðbólgu og atvinnuleysis. Seðlabankar, hins vegar kjósa verðbólgumarkmið yfirleitt þar sem að með lækkun verðbólgu er hægt að keyra hjól atvinnulífsins á nýjan leik og því getur atvinnustig batnað fljótt aftur.

    Til þess að ná þessu markmiði, verða stýrivextir að vera hærri en sem nemur verðbólgunni. Til dæmis eru stýrivextir núna : 18% og verðbólga 15,8%. Þetta jafngildir 18-15,8 = 2,8% raunstýrivöxtum (s.s. mjög lágt).

    Með þessum hætti er því verið að horfa til lengri tíma fyrir markaðinn en ekki til eins mánaðar í senn.

     
  • Þann 5:29 e.h. , Blogger gemill sagði...

    sorry, ég kann greinilega ekki að reikna. Þetta átti að vera: 18-15,8=2,2% raunstýrivöxtum

     
  • Þann 11:34 e.h. , Blogger �engill sagði...

    Hvernig stendur þá á því að flest allir fræðingar sem talað er við, sem nota bene hafa ekki unnið í Seðlabankanum og eða erlendir fræðingar segja að þetta séu mestu mistök sem gerð eru. ???

    Það eina sem skiptir máli núna er að bjarga atvinnuveginum ekki þessari ónýtu og einskis nýtu krónu. Leggja hana bara niður og taka upp evruna. Vera ekki að þessu rugli.

    Og eins og ég skil þetta og hef heyrt þá er þetta bara gamaldags hugsunarháttur sem allar þjóðir eru búnar að leggja niður.

    En ég er náttla engin sérfræðingur í þessu. Eins og ég sagði áður þá er ég bara búinn að heyra í svo mörgum atvinnurekendum sem segja að vextirnir séu að drepa þá.

     
  • Þann 9:08 f.h. , Blogger gemill sagði...

    Já, það eru hagsmunahópar á Íslandi og erlendis, sem eru ekki sérstaklega hliðhollir krónunni og peningastefnunni. Það þyrfti í raun að vera ennþá til stofnun eins og Þjóðhagsstofnun sem var hlutlaus stofnun, með hlutlausar greiningar á efnahagsmálum.

    Vitanlega er Seðlbankinn ekki beint hlutlaus. Hann hefur það markmið að ná verðbólgu niður og telur það vera besta markmiðið af þeim markmiðum sem prófuð hafa verið hjá Seðlabankanum. Ekki má gleyma því að Seðlbankinn var með fastgengisstefnu (nokkurs konar evru) á 8. til 10. áratugnum.

    Þessi stefna gekk frekar brösulega, þar sem alltaf þurfti að vera að fella gengið fyrir útlfutningsgreinarnar. Ekki sé ég til dæmis að það verði auðvelt fyrir Íslendinga að fella Evruna þegar og ef hún verður tekin upp.

    Þess vegna var Seðlabankinn gerður sjálfstæður og settur á verðbólgumarkmið árið 2001. Það markmið gekk vel fram til 2004 en ekki svo vel eftir það.

    Ég vil rekja vandann nú mun lengra en bara til bankasamkeppninnar árið 2004. Ætla kannski ekki alveg út í þá sálma, en gæti þó nefnt að breytingin á Íbúðalánasjóði í Júní árið 2004 hafi verið heldur djörf eftir á að hyggja. Hún neyddi í raun bankanna til að fjármagna sig mun meira en áður þekktist, til þess að þeir hefðu getað staðið undir útlánaframboði sínu. Annars hefði Íbúðalánasjóður bara tekið við sem lánveitandi til heimila.

    Ég get ekki sagt neitt voða mikið um kosti og galla þess að taka upp evruna nema þá af peningahagfræðilegum ástæðum. Ég tel Íslendingum best borgið að sjá um sinn eigin gjaldmiðil, enda verður ávallt ósamræmi á milli verðbólgu í Evrulöndum meginlandsins og á Íslandi og því verðbólgu stýrt með hagsmuni meginlandslanda að leiðarljósi frá Þýskalandi og Frakklandi.

    Ég er því ekkert voða hrifinn af því að við látum sérfræðinga stadda í hinum stóru efnahagsveldum Þýskalandi og Frakklandi fá kyndilinn.

     
  • Þann 12:57 e.h. , Blogger Jon Olafur sagði...

    Sammála síðasta ræðumanni, enga evru takk!

     
  • Þann 9:53 f.h. , Blogger �engill sagði...

    Það er greinilegt strákar að þið eruð ekki á íslandi. ;) Hér er það bara þannig að það er alveg sama við hvern maður talar það vilja allir fá evruna. Almenningur vill evruna. Ekki hagsmunahópar. Almenningur vill evruna. Það er ekki alveg það sama að sjá það sem er að gerast í fréttum eða vera í umræðunni. Fréttir segja ekki nema hálfa söguna.

     

Skrifa ummæli

<< Heim