gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

fimmtudagur, október 02, 2008

Gengið hrynur en peningastefnan getur komið til bjargar...

Já, það er ill staðreynd að gjaldmiðillinn okkar er að eyðast upp í vasanum á okkur. En Seðlabankinn er búinn að gefa út flokk innistæðubréfa sem verður að viðskiptum á morgun. Bréfin eru með 15,25% vöxtum. Þetta eru góðar fréttir, en ætli það þurfi ekki meira til.

Gengið þarf að vera sterkara og til þess að svo megi verða þarf að gera gjaldmiðilinn eftirsóknarverðan í augum erlendra fjárfesta svo auka megi gjaldeyrisforðann. Ef það á að hækka vexti einhvern tímann, þá er það líklega núna. Næsta ákvörðun er 6. nóvember en það gæti verið alltof langt þangað til. Því gæti reynst mikilvægt að grípa til óvæntrar hækkunar eins og gert var nú fyrst í vor. Þannig að til að styrkja gengið og laga þar með stöðu þeirra fjölmörgu sem nú eru háðir gengisbundnum lánum sem nú hækka dag frá degi um hrikalegar upphæðir, þarf að grípa til hinnar óvinsælu leiðar að hækka stýrivextina. Vont en það venst betur en gengishrunið.

Verðtryggingin fer þá vonandi að bíta minna á þá sem háðir eru hinum hefðbundnu 4,15% lánum og þá vonandi líka gengistryggingin!!! Mátturinn er í peningastefnunni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim