gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

miðvikudagur, október 01, 2008

KRASS...

Þetta er orðið fyrir Ísland í dag í öldurófi alheimsbúskaparins. Ég fer á morgun og kaupi mér mökk af dönskum krónum og geymi inni á reikningi hjá hinum þjónustuólundaða Danske Bank sem reyndar er í klípu líka. Féð sem ég á í innlánum hjá Glitni er nú samt sem betur fer ríkistryggt. Í sjóðum á ég hins vegar ekki lengur hjá Glitni.

Ríkið kaupir 75% í Glitni á mánudag, gengi hlutabréfa í Glitni fellur um 71% í gær og á sama tíma verður FL GROUP gjaldþrota sem leiðir til þess að skuldabréfasjóður 9 fellur umtalsvert í ávöxtun. Það síðasta sem ég heyrði var að stjórn Glitnis hefur gefið út afkomuviðvörun, sem gæti bent til þess að eigið fé sé bankans sé að klárast.

Mér sýnist jafnvel vera í kortunum hjá ríkinu að kaupa hin 25 prósentin í Glitni til að liðka aðeins til á fjármálamarkaði og jafnvel að Seðlabankinn grípi til vaxtahækkunar sem kemur að óvörum fyrst að eldsneytisverð hækkar þrátt fyrir mikið verðfall í vikunni. Kannski það hafi nú verið planið, ég veit ekki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim