gemill

Guðjón Emilsson heiti ég. Nemi i Kaupmannahofn.

sunnudagur, október 05, 2008

Lífeyrissjóðirnir og áhætta borgaranna...

Nu virðist sem lífeyrissjóðirnir ætli sér að ráðast í þá áhættusömu fjárfestingu að leysa lausafjárvanda bankanna og hugsanlega veita þeim stórt lán. Erlendar eignir sjóðanna hafa fallið mikið í verði undanfarið en að sama skapi hefur gengisfall krónunnar líklega unnið eitthvað af þessu verðfalli upp. Þeir eru að minnsta kosti búnir að vera að selja eignir á milljón undanfarin misseri og kaupa nú krónur eins og þeir eiga lífið að leysa (um 200 milljarðar króna). Sjóðirnir eru það stórir að þeir gætu kannski bjargað krónunni fyrir horn, það er reyndar eitthvað sem tíminn leiðir í ljós.

Komandi vika er svolítið óljós, en ríkisstjórnin hefur ásamt Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins setið á fundum fram eftir degi til að koma með einhverjar úrlausnir. Þar hafa t.a.m. verið nefndar framlengingar á kjarasamningum. Á sama tíma er allt óljóst hvað verður um hina bankana tvo, Landsbankann og Kaupthing. Eru samrunar í pípunum eða hvað? Heyrði því einnig fleygt að Kauphöll Íslands verði lokað á morgun mánudag og gæti það bent til einhverra svaka tíðinda.

Engu að síður heyrast nú raddir um að Landsbankinn lifi ekki vikuna af!!! Kannski boltinn liggi þá hjá lífeyrissjóðunum? Á þann hátt er almenningur settur í stöðu mjög áhættusams fjárfestis. Hvað ætli verði sett að veði nú? Bílalán?!?

1 Ummæli:

  • Þann 8:06 e.h. , Blogger Sigurást Heiða sagði...

    Ójá, lífið er skrítið núna. Ótrúleg lífsreynsla að upplifa þessar breytingar í bankakerfinu. Úff. Við verðum bara að reyna að halda geðheilsunni.

    Bestu kveðjur frá kalda, rauða fróni

     

Skrifa ummæli

<< Heim